top of page



Aðalfundur 26/2
Boðað er til aðalfundar Kayakklúbbsins fimmtudaginn 26. febrúar 2026. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 20:00. Dagskrá verður í samræmi við lög klúbbsins. Samkvæmt 6. grein laga Kayakklúbbsins skulu tillögur að lagabreytingum og önnur málefni, sem krefjast atkvæðagreiðslu og félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, berast stjórn félagsins minnst tveimur vikum fyrir aðalfund . Við hvetjum áhugasamt félagafólk til að hafa samband við stjórn e
Stjórn
1 minute ago


Næturróðrasería 2026
Ferðanefndin rær af krafti inn í nýárið og er klár með næturróðraseríu ársins. Að venju er hún í umsjón meistara Örlygs Sigurjónssonar en að þessu sinni er serían á dagskrá í febrúar, dagana 18/2, 25/2 og 27/2. Nánari upplýsingar má finna í ferðadagskránni.
Ferðanefnd
21 hours ago


Gamlársróður
Gleðilega hátíð! Að venju stöndum við fyrir gamlársróðri sem er hefð hjá klúbbnum. Mæting 9:30, sjósett kl.10. Veitingar í boði klúbbsins að róðri loknum. Fjölmennum og róum á móts við nýárið í þessum síðasta klúbbróðri ársins. Vinsamlegast staðfestið þátttöku í Abler til að hægt sé að áætla magn veitinga.
Stjórn
Dec 26, 2025
Ný heimasíða
Eins og þið sjáið þá er ný heimasíða komin í loftið. Hún er unnin í öðru tóli en sú gamla sem komin var til ára sinna. Ennþá er verið að læra á hitt og þetta í þessu nýja tóli og því ekkert ólíklegt að eitt og annað á síðunni taki breytingum á næstu vikum/mánuðum. Ef eitthvað kemur upp sem ekki virkar eða sem þú tekur eftir að þarf að lagfæra þá endilega láttu okkur vita.
Stjórn
Dec 21, 2025
bottom of page


