Þrekæfing um helgina 16. eða 17. júní

18 jún 2007 14:14 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Þrekæfing um helgina
Þetta er alveg rétt hjá Gísla. Í þessari óvæntu norðangolu var ansi líflegt sjólagið milli Akureyjar og Engeyjar. Á bakaleiðinni náðust 2-3 alveg fljúgandi lensrokur en síðan var það búið. Þó gleymdist í upptalningunni að tala um áttavitaæfinguna, við staðsettum okkur á skurðpuntki á korti með þríhyrningamælingu. Gaman að því. Líklega höfum við hreinlega farið í allan 4 stjörnu syllabussinn í þessum róðri, að bátaviðgerð frátalinni og ofkælingarumönnun. En það voru ítarlegar umræður um þessa þætti þannig að við sleppum. Ég verð að segja að þetta var einn gæðamesti róður sem ég hef farið í lengi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2007 02:47 #2 by Gíslihf
Þetta gekk ljómandi vel. Ásgeir Páll var okkur til samlætis í byrjun og við mættum námskeiðshópi undir stjórn Steina í Hólminum á leið frá Fjósaklettum. Ásgeir kvaddi við siglingabaujuna sunnan við vesturey Viðeyjar og fór Viðeyjarhring. Vindur var N 6-8 m/s giska ég á meðan við vorum á leið í Akurey en síðan lægði vind á heimleiðinni. Leiðin til baka lá sunnan við Engey og síðan umhverfis Lundey.
Við bryggjuna í Geldinganesi tókum við Örlygur góðan tíma í æfingar, veltur og fleira skemmtilegt. Ég lenti í því að fá sinadrátt í kálfann á sundi þegar ég var að reyna að koma mér í réttar stellingar fyrir 'wet reentry and roll'. Allt svona óvænt er krydd í tilveruna og skemmtilegt eftir á og þetta var fínn 17. júní alls rónir um 25 km.
Ég mæli með því að meira verði gert af því í lok venjulegra félagsróðra að gera æfingar, veltur, félagabjðrgun og tækniæfingar. Það er einfaldlega skemmtilegt og eykur færni okkar og öryggi.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2007 02:14 #3 by Gíslihf
Við Örlygur munum mæta kl. 12 á hádegi, sunnudag í Geldinganesinu og fara einhvern eyjahring skömmu síðar.
Aðrir eru velkomnir, planið er eitthvað ekki minna en um 20 km og veðurspá er hægur austlægur vindur, hlýtt.
Kveðja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2007 13:34 #4 by Gíslihf
Ég þarf að taka svolítið meira á og 20 eða 30 km æfingaróður væri gott mál næstu daga en ég fer helst ekki einn. Vill einhver vera með, t.d. Nauthólsvík - Geldinganes eða Kjalarnes - Akranes eða eitthvað annað á svipað?
Svara má hér á korkinum eða beint í gsm 822-0536.
Kveðja - Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum