Stór straumur (4,6m) í dag 18. okt.

18 okt 2016 20:33 - 21 okt 2016 10:25 #1 by Gíslihf
Þetta gekk vel og straumurinn var bratttur milli kl. 5 og 6 og um 6:30 gátum við róið til baka upp á móti straumi. Þau sem tóku þátt voru Eymi, Helga, Hörður, Indriði, Jónas, Kristinn, Lárus, Páll R, Sigurjón Sig., Sveinn Axel, Örlygur og Össur og undirritaður GHF. (Vinsamlega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt.)
Ekki voru allir búnir að sjá æfingaplanið mitt og því set ég afrit hér, þetta eru þættir sem við verðum að nota meira eða minna í straumi. Tölurnar vísa í uppdrátt. Æfing B sem er skyld 'eddy line turn' reyndist erfiðari en við áttum von á og fáir ná enn tökum á æfingu G en það mátt sjá marga snilldartakta úr "áhorfendastúkunni".
Takk fyrir góða æfingu,
Gísli H. F.

A. Brun niður mesta strauminn, leið 1 2 3 4 5 6 Vera slakur og kynnast aðstæðum
B. Break in/ break out, leið 6 2 6 Inn í straum (2) með Sweep, edge undan straumi og krappri lágstuðnings beygju - framróðri – lágstuðningi aftur inn í 6, leiðin er hringlaga
C. Velta í straumi, leið 6 2 3 4 5 6 Gefa sér tíma og fara upp þegar straumurinn hjálpar, fara í æfingu D ef velta gengur ekki upp
D. Sund og björgun, leið 6 2 3 4 5 6 Hvolfa og fara út, en halda í bát og ár, kynnast kraftinum í straumnum, fara í sjálfsbjörgun eða frá félagabjörgun neðst í nr. 4
E. Break in/ yfir/ break out, leið 6 2/3 8, frjáls aðferð til baka í nr. 6 Inn í straum (2) með halla undan straumi og lágstuðnings beygju eða bow rudder beygju, róa inn í eddy nr. 8, inn með t.d. lágstðningi, leiðin er S-laga
F. Ferja yfir, leið 6 2 9 (8), frjáls aðferð til baka í nr. 6 Róa hratt móti straumi (kl 1-2) inn í straum, róa rösklega upp í móti og reyna að halda stefnu báts upp meða ferjað er yfir
G. Hanging Draw, leið 6 2 9 (8), frjáls aðferð til baka í nr. 6 Róa hratt móti straumi (kl 1-2) að straumskilum, vinda bol og teygja ár langt út í strauminn við eða aftan við mjöðm og reyna að halda stefnu báts upp meða ferjað er yfir. Breyta yfir í venjulega ferjun þegar hraði dettur niður eða yfir í break out í eddy nr. 8.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2016 14:49 - 17 okt 2016 15:17 #2 by Gíslihf
Þetta lítur vel út. Ég ætla að mæta við rampinn á byggingarsvæði við Bryggjuhverfið kl. 16:30. Ég talaði við verkstjóra þar áðan og við megum aka inn um hlið þeirra og að bryggjunni og ég hef talnalykil ef þeir fara á undan okkur.
Einhverjir vilja róa frá Geldinganesi, en hafið í huga að mesti straumurinn er líklega kl 5 og næsta hálftímann á eftir.

Ég ætla að bliðja vana ræðara að gera nokkrar æfingar fyrir mig eins og að
  • velta í miðjum straumi,
  • "brjótast inn og út",
  • ferja yfir með framróðri og
  • ferja með hliðarstýringu (hanging draw).
Verið getur að ég sitji bara uppi á steini með ritspjald og fylgist með!

Þetta verður örugglega gaman og óvanir geta æft sig á grunnatriðum og fengið tilsögn og öryggisgæslu :laugh:

Sjáumst undir Gullinbrú.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2016 20:58 #3 by SAS
Anglesey Symposium þáttakendur síðustu ár Jíppppppppí og allir aðrir
Sjáumst á þriðjudag

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2016 14:33 - 18 okt 2016 12:09 #4 by Gíslihf
Síðdegis n.k. þriðjudag er stórstraumur, háflóð kl. 19:50 4,6 m sem er mest það sem af er árinu, en jafnhátt verður um miðjan nóv. og miðjan des, bæði skiptin í miðri viku, þannig að það lendir ekki á félagsróðri á laugardegi.

Mesti straumurinn undir Gullinbrú skv. þessu er þá kl. 17 og spennandi að gera æfingar.

Veðurspá er góð, SV 2-4 m/s og myrkur skv. almanaki HÍ verður kl. 18:45

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum