Geldingarnesið orðið að milljarða verðmæti

03 des 2016 18:50 - 03 des 2016 19:01 #1 by Gíslihf
Þetta er GRÆNÞVOTTUR, öðru nafni hræsni, að eyðileggja umhverfið og kalla það umhverfisvernd.
Siðferðilega er það líkt því að níðast á hænum og kalla svo eggin vistvæn. Þegar eitt málefni eins og hnattræn hlýnun nú, sem vissulega er alvörumál, verður að þráhyggju, þá blindast dómgreindin og hægt er að réttlæta hvaða óhæfu sem er.

Við sem þekkjum þetta svæði kajakfólk, hundaeigendur, golfarar og annað útivistarfólk þurfum að vaka yfir því að það verði ekki eyðilagt. Náttúruleg strönd umhverfis Reykjavík er nær horfin, en innan við Eiðið er þó ósnert svæði enn. Fjósaklettar eru dýrmætir og ströndin þangað út nokkuð upprunaleg, en þó allmikið af uppfyllingum og drasli ef betur er að gáð. Ég hef séð kennara koma með fullar rútur af börnum í fjöruna hjá okkur til þess að sjá fjöru með lífríki, og er þó mörg fjaran þokkalegri en leðjan á fjöru þar, eftir að Eiðnu var lokað.

Ég er að velta því fyrir mér hvort gagn sé í því að skrifa greinar í blöð - svo er spurning um samþykkt skipulag svæðisins og hvort þessar fréttir eru undirbúningur þess að ná fram breytingum þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2016 20:03 #2 by Ingi
Já einmitt. Ég legg til að Sighvatur reikni út hvað mikið efni komi frá jarðgangnagerð sem fyrirhuguð er við tvöföldun Hvalfjarðarganga og svo göngin undir Öskjuhlíð þegar hún verður boruð. Það ætti að skila einhverju. En láta Geldinganesið vera það er okkur nauðsynlegt eins og það er. Viljum ekki endalausar sprengingar og pramma sem þvera okkar kyrrlátu og umhverfisvænu útivist.
K
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2016 15:54 #3 by Sævar H.
Samkvæmt fréttum snýst þetta um bæði vinnslu á staðnum- en úr grjótinu er framleitt allskonar efni til framkvæmda-stuttar flutningaleiðir á notkunarstað -jafnvel með skipum-út á landsbyggðina o.s.fv .

Öskjuhíðin fór að smáhluta í hafnargarðana tvo á fyrrihluta 20.aldar.

Síðan Rauðarárholtið í frekari uppfyllingar þar og Framvöllurinn neðan Sjómannaskóla varð þar til.

Nú er Geldinganesið talið hreint úrval.

Þessi litli skápur við bryggjusporðinn sem smotterí þess sem koma skal.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2016 15:44 - 25 nóv 2016 15:44 #4 by Gíslihf
Leggjum til að Öskjuhliðin verði frekar notuð.
Það er örugglega hægt að reikna út gríðarlega hagkvæmni við það:
  • Betra aðflug og flugtök af austur-vestur flugbrautinni
  • gifurlega minni útblástur vegna bíla sem sleppa við brekkurnar hjá Bústaðavegi og Kringlumýrarbraut
  • verðmætt byggingarland verður til á jafnsléttu fyrir Dag og félaga
  • stuttar akstursleiðir fyrir grjótflutning við þéttingu byggðar
  • umferðargöng "undir" Öskjuhlíð til LSP verða mun ódýrari
Að lokum: Ekki er öll vitleysan eins!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2016 11:01 - 25 nóv 2016 11:36 #5 by Sævar H.
Nú berast fréttir um að Geldinganesið er talið tugmilljarða verðmæti í formi grjótnáms.

Bergið er einkar hentugt til allskonar mannvirkjagerðar þ.á.m vegagerðar.

Síðast var ,fyrir um 15 árum, mikið grjótnám þar sem nýtt var við hafnagerð í Reykjavík. Svo lauk því og varð friður og kayakróðrar blómstruðu til útivistar þarna

Nú er búið að kortleggja grjótið þarna á ný og kemur þar inn sem einkar umhverfisvænt í loftsslagsmálum að nýta það í stórum stíl.

Mjög líklegt að af þessu verði nokkuð fljótt- við erum jú skuldbundin til að draga úr loftmengun.

Þetta kemur til með að breyta öllu umhverfi þarna í Geldinganesinu og umhverfi þess með stór verksmiðjurekstri og þungaumferð um "Eiðið"

Miklu afdrifaríkara en bygging Sundabrautar.......

Þetta skiptir Kaykaklúbbinn miklu.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum