Sundlaugaræfing í dag kl. 16

27 nóv 2016 22:43 #1 by Gíslihf
Það var vel mætt í laugina í dag, alls 22 ræðarar ef ég hef tailð rétt.

Meiri hlutinn var ungt fólk tengt Keili eða Arctic og notuðu þau flest gömlu straumbátana.

Brúin var nú vel stillt og myndaði minni grunna laug við endann þannig að auðvelt var að aðstoða fólk við veltuæfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 nóv 2016 11:34 #2 by Gíslihf
Það verður sundlaugaræfing í dag sunnudag 27. nóv. kl. 16.

Flestir koma með eigin bát, ár og svuntu og bara í sundfötum en oft meira klæddir til þess að hrufla sig ekki við æfingar.
Sumir vilja vera í björgunarvesti til að líkja eftir aðstæðum á sjó.
Bátar eru settir inn um dyr nálægt inngangi í World Class.
Gamlir straumbátar og árar eru í kjallara.

Allir félagar eru velkomnir og í lagi að bjóða einhverjum eð sér.
Oftast er hægt að fá góð ráð og aðstoð við æfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum