Félagsróður 14. janúar

14 jan 2017 17:08 - 14 jan 2017 17:22 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 14. janúar
Æ, æ og ó. Mér finns það svo sárt þegar berhentum ræðurum verður kalt á höndum, eða einhver lendir í köldum sjónum :sick: Ég hlýt að vera orðinn viðkvæmari með aldrinum. fæ ekki bara skeifu, heldur líka kuldabólur ;) Hvers vegna er líka fólk með fullu viti að stunda svona jaðar- og áhættusport ?

Úbs - ég á víst að vera með félagsróðurinn næsta laugardag - og búinn að liggja í leti undir sæng frá miðjum desember :woohoo: Við sjáumst allavega þá, þó ekki nema til að prófa hvort kaffivélin virkar.

PS: Vona að þetta hafi ekki verið alvarlegt úr því ég leyfi mér smá grín.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2017 12:28 - 14 jan 2017 12:32 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 14. janúar
Tólf vaskir ræðarar mættu í félagsróður í morgun undir stjórn róðrarsjóra sem er greinilega óveðurskráka þessa dagana.
Annað skiptið á stuttum tíma sem ég er róðrarstjóri í erfiðum aðstæðum þar sem reynir á menn og búnað. Kl. 10 voru 12m/s af NA og hviður upp í 15 m/s.

Planið var að róa Geldinganeshring en með það í huga að snúa við í Veltuvík ef þyrfti. Það plan gekk ekki eftir (fyrir flesta). Róðrarstjóri snéri við með þá óvanari og þá sem voru illa haldnir að handkulda við endan á Geldinganesi. Við snúninginn þar valt einn ræðari og tók nokkra stund að ná honum upp í hliðaröldunni. En við komumst öll upp á pall og flestir fóru aftur út vestan við eiðið og æfðu sig þar í nokkuð skárri aðstæðum. Tveir ræðarar komu svo til baka en fjórir kláruðu allan hringinn í roki og hríðarbyl.

Það má ýmislegt læra af þessum tveimur róðrum sem ég hef stjórnað undanfarið. Í desember róðrinum fór hópurinn Geldinganes hring sem endaði með veltum, toglínum og öllum pakkanum. Þar héldum við hópinn. Í dag kom hópurinn til baka í þremur hlutum sem er varhugavert og ber að forðast ef mögulegt er. Eins er alveg ástæða til þess að huga að búnaði. Ljós eru lykilatriði í aðstæðum sem þessum og eins þarf að fara yfir búnaðinn áður en lagt er af stað, það er erfitt að breyta og laga eftir að lagt er af stað í krefjandi aðstæðum. Handkuldi var að stríða mannskapnum og sýnist sitt hverjum hvað er best í þeim efnum. Samskipti eru vonlaus í aðstæðum sem þessum og erfitt að koma skilaboðum á milli manna. En þó að ég sé að horfa í þessa hluti þá er ég ekki að leggja árar í bát og hvetja til þess að við leggjum af vetrarróðra, heldur þvert á móti. Það voru frábærar aðstæður til æfinga og framfara í dag. Við þurfum að vera dugleg að æfa okkur við aðstæður sem þessar og vera óhrædd við að mæta á sjó í misjöfnum aðstæðum. Við erum með frábæra félaga sem aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, við höfum öll verið þar einhvern tímann. Takk fyrir samverunu og hjálpina í dag. Einn róðrarstjóri gerir ekkert, það sem skiptir máli er að við tökum öll ábyrgð og hjálpumst að.

Sjáumst á sjó, þið getið verið óhrædd við að mæta á næstunni, ég er ekki róðrarstjóri aftur fyrr en í febrúar.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2017 10:01 #3 by Klara
Undirrituð er afleysingar-róðrarstjóri á morgun.
Miðað við veðurspá gæti orðið austan 10 m/s og hiti rétt undir forstmarki.
Sólarupprás kl. 10:56 og háflóð kl. 7:29.
Róðrarleið ákveðin á pallinum í samræmi við veður ofl.

Sjáumst á sjó.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum