Félagsróður laugardag 21. janúar

21 jan 2017 14:45 - 21 jan 2017 14:46 #1 by Gíslihf
Það voru 12 keipar á sjó. Við fórum út Eiðsvíkina og umhverfis Þerney, að Leirvogshólma og í heimahöfn. Tekið var mið af vindi sem var S 10-15 m/s og valin hentug leið til að fá skjól af landi og stutta leggi í mestu öldunni.

Ekkert bar til tíðinda annað en puð sem flestir munu finna fyrir til fyrramáls!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2017 11:49 - 19 jan 2017 11:52 #2 by Gíslihf
Sæl verið þið félagar.

Ég á að vera róðrarstjóri í þetta sinn. Fjara er kl. 07:12 þannig að hálffallið verður að og það er smástreymt.
Spáð er vindi um 10 m/s að sunnan, hitastigi yfir frosmarki og einhverri úrkomu, væntanlega slyddu eða snjó.
Leiðin réttsælis um Geldinganes - Þerney - Leirvogshólma kemur til álita, en við skoðum veður og hóp á staðnum.

Ég vil vita áður en lagt er af stað hverjir ætla að fylgja hópnum allan tímann og taka mið af því hverjir verða í hópnum og búnaði þeirra.
Þeir sem fara aðra leið eru á eigin vegum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum