Að lokinni æfingu nr. 3 við Gróttu

26 mar 2017 13:47 #1 by SAS
Í MSW surfspánni er Primary Swell spá um stærstu ölduna, meðan Secondary Swell er stærð öldunnar sem kemur á eftir. Surf Swell er meðal hæð öldunnar sem má búast við. Ölduhæðin miðast við ölduhæðina þegar hún brotnar við ströndina, og er mæld frá lægsta punkti í þann hæðsta.
Sjá nánar hér

MSW stjörnur segja til um gæði surföldunnar, fleiri stjörnur, því betri surfalda. Ef stjarnan er ófyllt, þá er verið að spá vindi á móti öldustefnunni (onshore wind)
Sjá nánar hér

Viðmiðið sem ég hef notað í MSW sörfspánni er 1,5-2,5 metra alda, 3-5 stjörnur, helst fylltar, 10-15 sek tíðni og helst lítinn vind. Þegar við höfum farið í öldu sem er mikið hærri, þá höfum lítið getað stjórnað okkur þ.e. í Þorlákshöfn og Sandvík. Á Gróttu er hins vegar hægt að finna sér skjól og minni öldu þegar stærstu öldunnar eru stórar.,

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2017 16:14 #2 by Sævar H.
Mikið um æfingar-það er vel.
Gísli minnist á mig varðandi öldu"spár" og brim á hringróðrinum fræga.
Satt er það ég lagði verulega vinnu í þessa "ölduspádóma" alla hringferðina- taldi það mjög mikilvæga vitneskju fyrir kayakræðarann að fá svoleiðis í nestið milli áfanga á hverjum tíma.
Aðferðin sem ég notaði var að hagnýta mér alla þá vitneskju sem var tiltæk og úr ýmsum áttum.
Nr. 1 Ölduduflin á víðáttumiklu hafsvæði.
Nr.2 Veðráttan á hafsvæði ölduduflanna
Nr 3 Straumar bæði hafstraumar og sjávarfallastraumar
Nr4 Hafsbotninn í aðdraganda landgrunnsins.
Nr 5 Veðurspá am.k 24 klst fram í tímann
Þetta var heilmikið af nýtanlegum upplýsingum til að "spá" í þróun öldunnar (brims við strönd) á væntanlegri leið Gísla á hverjum áfanga.
Ölduduflin á hverjum stað upplýstu um ölduhæð á rauntíma einnig var hægt að sjá aftur í tímann og fá þannig þróunina.
Hver var veðráttann á svæði ölduduflanna -var að lægja eða og breyta um vindátt ?
Voru straumar á móti öldustefnu sem þá mögnuðu upp eða drógu úr (meðstreymi)
Hver var sjávarfallastraumurinn -stefna hans á ferðatíma Gísla- á krítískum stað ?
Hvernig var hafsbotninn við landið - myndi hann auka ölduhæðina eða draga úr henni ? (Sjókort var gott til þessa brúks)
Og í lokin var það veðurspáin.Hver var vindstefna á tíma- myndi hún auka -ölduna eða draga úr henni-á stóru hafsvæði og þá öldustefnan
Og hafstraumarnir myndu þeir draga úr eða auka ölduna- og þá í langri fjarlægð frá öldudufli.
Þegar allt þetta lá fyrir og hafði farið inn í höfuðið- þá lenti allt þetta í því sem kallað er innsæi .
Stuttu síðar var "ölduspáin" fyrir Gísla tilbúinn til sendingar :P
Gísla fannst þetta nýtanlegt ;)
Og hringnum lokaði hann á kayaknum.

Auðvitað var þetta allt frumstætt og lítt bóklegt- enda "ölduspámaðurinn" nokkuð frumstæður að eðlisfari og í háttum :silly:

Þetta var um ölduspádóma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2017 18:48 - 23 mar 2017 18:57 #3 by Gíslihf
Sæll Bernharð.

Ég er ekki sérlega fróður um þessar 'surf'-spár, Sveinn Axel var lengi sá okkar sem fylgdist vel með þessari síðu. Það má þó benda á allmiklar skýringar sem er að finna undir 'Help' sem er á svarta borðanun ofan við súluritin.

Primary swell er væntanlega meginaldan og secondary alda með annarri tíðni eða úr annarri átt. Þessar spátölur eru allt of háar og virðast fremur eiga við úti við Garðskagavita eða Stóru Sandvík.

Það er þó gott að fygjast með þessum spám og deila bara í ölduhæðina með 2 eða 3 eftir reynslu okkar. Spá Vegagerðar (Siglingastofnunar fyrri) er oft nær lagi, en breytist þó oft furðulega, frá kvöldi til morguns. Líklega er tölvan þeirra að reikna um nóttina og gerir það sjaldan þannig að forsendur eru verulega breyttar. Ef áreiðanleikinn í væntanlegri spá ferðamálaráðherra fyrir Reynisfjöru verður ekki meiri þá verður hún jafnvel hættulegri en engin spá. Eina leiðin er að setja upp athugun á staðnum til að leiðrétta líkanið jafnóðum með endurgjöf, helst öldudufl.

Að lokum má geta þess að þegar ég var að róa umhverfis landið reyndis 'spá' Sævars Helgasonar mér vel. Hann notaði hyggjuvit og reynslu af strandsiglingum til að áætla sjólag við stöndina út frá mælitölum öldudufla, en þau eru aðeins 9 umhverfis landið ef frá eru talin nýleg dufl utan við Landeyjahöfn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2017 15:44 - 23 mar 2017 15:45 #4 by bernhard

Sæll Gísli, kannski smá forvitni með MSW, hvernig á að lesa úr þessu, þ.e surf, rating, primary swell og secondary swell. t.d á miðnætti í kvöld er talað um primary Swell 8.5m og hækkandi. eins highlight-aðar stjörnur vs. ekki. hef aldreið náð skilja þetta nema "því stærra því betra"

MSW Grótta



bkv

Bernharð Kristinn
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2017 09:56 - 23 mar 2017 18:22 #5 by Gíslihf
Alls vorum við þarna á 8 bátum. Það er oftast einhver hreyfing á sjó við Gróttu. Enda þótt ládautt væri í Sundunum og við fjöru í Seltjörni þá var aldan um 1 metri þar sem hún nálgaðist Gróttu og braut þar á klöppum og freyddi í tjarnir innan við.

Æfingar í árartækni, svo sem árastýringu við stefni og á hlið (bow rudder, hanging draw) voru gerðar í ró og næði af hverjum og einum, en einn ræðarinn tók eftir því, að það sem hann gat vel gert í sundlauginni var ekki eins auðvelt þarna.

Staðreyndin er sú, að áratækni þarf fyrst að æfa á sléttu vatni og láta svo reyna á færnina í erfiðari aðstæðum, í litlum skrefum. Ekki er líklegt að við lærum nýja áratækni í sjógangi eða við frákast kletta, þegar kvíði og óöryggi gægist upp úr kafinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2017 18:05 #6 by Gíslihf
Perla - hafðu samband tímanlega á morgun (8220536) ef þú ert ekki búinn að fá flutning - en ég er með minn bát heima.

Aðstæður verða auðveldar á morgun - og við ætlum að æfa svona efni:
  • snúa úr kyrrstöðu með 'sweep' og 'edge' t.d. 180° og til baka - á báða vegu
  • bakka beint og snúa síðan í ákv. stefnu
  • árastýring á ferð - við stefni 90° (bow rudder) - á hlið (hanging draw) - við skut 90° (stern rudder)
  • hliðarfærsla (draw) í kyrrstöðu, mismunandir aðferðir
  • lágstuðningsbeygja
  • þrautir settar upp eftir því sem okkur dettur í hug
Hugsunin er að þetta nýtist við óvæntar veltur og björgun síðar.

Kveðja - GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2017 13:37 #7 by SPerla
Mæti ef einhver getur ferjað bátinn fyrir mig frá G-nesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2017 12:09 - 20 mar 2017 12:10 #8 by Gíslihf
Við höfum þessar æfingar í áratækni á morgun (þriðjudag) enda þótt aldan verði fremur lítil. Það er vont að hringla of mikið með tímann og ef sjór er of sléttur þá förum við nær klettunum utan við gróttu.

Við bjarganir reynir á örugg áratök fyrir krappar beygjur og til að færa sig til hliðar og það má einnig slípa það til við æfingar upp við kletta. Við munum nota þessi áratök í síðari tíma þegar félagabjörgun og fleira verður á dagskrá.

Veður verður allgott og sjávarstaða lág.

Allir klúbbfélagar velkomnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2017 20:50 - 19 mar 2017 10:05 #9 by Gíslihf
Þð er ekki gott að reiða sig á þess öldduspá - hun breytist fyrirvaralaust www.vegagerdin.is/vs/LandeyjarMyndir/Default.aspx?startPlace=1

Ég skrapp því út að Gróttu nú um kl 9:30 og aðstæður henta okkur ekki til æfinga.

Það er sterkur norðanstrengur líiklega út úr Hvalfirði og gerir aðstæður sem við erum allvön úr sundunum við Geldinganes,

Undiraldan sem við þurfum fyrir þessar æfingar er hins vegar óveruleg, líklega 0,7 m og kemur úr vestri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2017 15:12 #10 by Gíslihf
Veðrið á að vera fremur stillt og aldan um 1 m.

Við verðum ekki í lendingum eða brotum, æfum áratök og tækni í jöfnum öldum, þannig að þetta verður þægilegt, þótt aldan sé meiri en við eigum að venjast inni á sundunum.

Þetta verður skemmtilegt og ekki allt of langt, þannig að ef einhver vill fara á sundlaugaræfingu á eftir ætti það að geta gengið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2017 14:37 #11 by Þormar
Mæti á morgun :)

Verða þetta ekki viðarkeypa vænar æfiingar á morgun? :whistle:

kvþ Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2017 15:59 #12 by Gíslihf
Sæl þið sem hafið mætt á æfingarnar.

Mér þætti gott að hafa fullt nafn - síma - og netfang.

Fínt ef ég fengi stutt e-mail frá ykkur og það er í lagi að koma með athugasemdir um eitthvað sem betur mætti fara - eða hentar einstökum ræðurum illa:

gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2017 09:04 - 23 mar 2017 09:41 #13 by Gíslihf
Næsta æfing við Gróttu verður eftir hádegi á sunnudag kl. 14 á sjó.

Ölduspáin ( www.vegagerdin.is/vs/LandeyjarMyndir/Default.aspx?startPlace=1 ) sýnir 1 m línuna snerta Gróttu allan daginn en fer þó heldur minnkandi þegar á líður. Við róum frá landi út fyrir skerjasvæði og verðum í jafnri öldu að æfa áratækni. Engin brot, engin fjara eða klettar - þetta er þá kvíðstillandi eftir síðustu æfingar :cheer:

Ég bið afsökunar á því hve ófyrirsjáanlegir þessir tímar eru, en öldu- og veðurspá ráða því mest. Einhverjir sem vinna lengur daglega hafa ekki komist með okkur og eru velkomnir á þessa æfingu nú á sunnudag. Næstu dagar sem spáin lítur vel út fyrir eru þriðjudagur og laugardagur og þá yrðu bjarganir á dagskránni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum