Sundlaugaræfing í dag 26.3.

26 mar 2017 20:55 #1 by Guðni Páll
Glæsilegt Gísli. Ég skellti mér á sjó í dag þar sem aðstæður voru mjög svo skemmtilega. Róður útí Lundey tók 29.mín en heim í G.nes tók ekki nema 17.mín mikið lens og erfiðar aðstsæður oft á köflum. En góð æfing fyrir Írlands ferð.

Kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2017 18:42 - 26 mar 2017 18:45 #2 by Gíslihf
Við vorum þarna 3 klúbbfélagar og svo yngra fólk frá Keili og feðgar að prófa.
Ég var ekki lengi, tók bara skylduæfingar:
  1. nokkrar veltur upp á báðar hliðar
  2. fallið niður úr hástuðningi og velta upp
  3. hástuðningslega á báðar hliðar
  4. vot innstunga frá báðum hliðum
  5. vot innstunga með kollhnís
  6. vot innstunga og svuntan sett á í kafi
  7. jafnvægisæfingar á dekki (ekki þó að standa upp! )
  8. klifur á afturdekk frá báðum hliðum
Eitthvað verður maður að reyna þó ég leiki ekki grænlensku syrpuna eftir Lárusi eða handveltuna eftir sumum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum