Að lokinni "Gróttu"-æfingu 5

05 apr 2017 14:36 #1 by Þormar
Takk fyrir æfinguna félagar, skemmtileg og krefjandi. Það var líka gott að komast í þær aðstæður við vestanvert Geldinganesið, fannst Sólvangur vera höndla ólguna mjög vél, fann allavegana ekki til óöryggis :)

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2017 21:45 - 04 apr 2017 21:51 #2 by Gíslihf
Það voru 7 kajakar á sjó og æfingar gerðar milli Geldinganess og Þerneyjar í allt að meters öldu, en það var vestan hafalda og svo styttri vindöldur af norðankaldanum. Við Guðni Páll sáum um æfinguna, vanir félagar voru Hörður og Páll R en nýrri félagar þeir Indriði, Þormar og Valli.

Allir stóður sig vel, fóru létt með veltuna í öldunni og æfðu síðan klifur á afturdekk (cowboy reentry). Eftir þessar æfingar var róið vestur fyrir Geldinganes og var þar allmikil ólga, frákast og alda úr tveim áttum. Nokkur vandamál komu í ljós sem setja má nokkra punkta um:
  • ef loft er í gallanum kann að vera erfitt að velta upp þeim megin sem maður ætlar, loftið rekur mann til baka
  • við klifur þvælast svunturnar oft fyrir
  • þegar komið er í sætið reynist erfitt fyrir kalda putta að festa svuntuna fyrir aftan bak
  • meðan verið er að setja svunduna á að aftan vill árin fjúka burt ef ræðarinn snýr undan vindi
  • jafnvægið er ekki gott þegar mikill sjór er í bátnum
  • það er erfitt að dæla úr bátnum án stuðnings
Allt eru þetta atriði sem má æfa og finna út hvernig best er að framkvæma. Eftir sem áður er niðurstaða mín sú að í erfiðu sjólagi er sundveltan öruggari leið til að komast upp í kajakinn, en þá er heldur meiri sjór innanborðs.

Ég þakka þátttökuna - og síðasti dagurinn er enn eftir - fljótlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2017 11:12 - 04 apr 2017 11:19 #3 by Gíslihf
Við skulum mæta í Geldinganesinu í dag laust fyrir kl. 17, aðstæður eiga að nægja okkur ef við róum aðeins út í vestanölduna.

Leiðbeiningar um æfingar:
Veltur - fyrir þá sem kunna - vanda sig með líkamsstöðu, ekki flýta sér heldur bíða eftir góðu lagi í ölduhreyfingunni
Klifur á dekk (cowboy reentry) - liggja sem flatastur í skriðsundstellingu þvert á afturdekkið, grípa með annarri hendi um bríkina aftan á mannopi - láta árina liggja aftan við bríkina og vera í greipinni - laga svuntu og taka lykkjuna jafnvel milli tannanna - hin hendin er ofan á dekkinu teygð aðens yfir miðju - busla kröftuglega með fótum og þrýsta dekkinu undir bringuna þar til höfuð er komið út yfir lunninguna fjær - árin er nú höfð í fremri greipinni - snúa sér á dekkinu og færa aftari fót út yfir en höfuð inn yfir mannop - spenna fætur út til beggja hliða og halda því það tryggir jafnvægi eins og flotholt - mjaka sér nógu langt fram - lyfta sér upp að framan og falla ofan í sætið - árin lögð við magann undir lausa svuntuna - festa að aftan - fætur inn - ganga frá svuntu - ár við maga og til reiðu fyrir stuðningsáratök
Sundvelta (wet reentry) - ef maður kann veltu og sjór er órólegur má "klæða" sig í bátinni á hlið eða hvolfi - hafa ár í réttri stöðu með hlið báts - grípa um ár og lunningu með sömu greipinni - stinga sér inn í rétta setstöðu - mikilvægast að skorða sig vel af með fætur á spyrnum og hné út í súð áður en veltan hefst - grípa ár og velta sér upp - dæla og loka eða loka fyrst og róa með hálffullan kajak á betri stað eftir aðstæðum - af þessu sést að maður þarf að geta róið með sjó í mannnopi

Allt svona lærist að hluta til í huganum, það er gott að gera svona æfingar með ímyndunarhugsun á unda og eftir raunverulegri æfingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2017 08:28 #4 by olihans
Ég verð líklega frá næstu 2 vikur, slæmt að missa úr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2017 21:29 - 03 apr 2017 21:31 #5 by Gíslihf
Það er enn ekki ljóst hvernig alda og vindur verða á morgun þriðjudag.
Spurning hve hratt lægðin gengur yfir og hvenær SV átt snýst í NV á Faxaflóa og lægir svo.

Nyjasta ölduspá Vegagerðar sýnir hæfilega haföldu á Gróttu en innan við 1/2 metra inni á sundum og svo hratt minnkandi um kvöldið.
Smá tímaskekkja í spánni getur því breytt miklu.
Þar gæti þó verið komin talsverð norðn vindalda eftir kl 17 norðan við Gelldiinganes.

Við skoðum þetta nánar í fyrramálið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2017 20:48 - 02 apr 2017 20:53 #6 by Gíslihf
Næstu daga er vaxandi vestanalda inn Faxaflóann en einnig nokkuð vindasamt úr ýmsum áttum.
Vonandi henta aðstæður kl. 17 á þriðjudag - ef aldan nær inn sundin getum við alveg haft æfingu frá Geldinganesi.
Við fylgjumst nánar með öldu- og vindaspá á morgun.

Það eru tvær æfingar eftir: Sjálfsbjarganir í öldu og róður í erfiðu sjólagi.

Sjálfsbjörgun er velta, sundvelta og klifur á dekk. Reyndar einnig velta með árafloti sem við látum mæta afgangi en þó má hver hafa sína aðferð. Við þessar æfingar verður alltaf einhver við hliðina til að aðstoða eins og þarf.

Róður í erfiðu sjólagi er t.d. róður frá Gróttu í Akurey og til baka eða róður umhverfis Lundey í vestanöldu.

Við sjáum hvað náttúran býður okkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2017 11:35 - 04 apr 2017 21:30 #7 by Gíslihf
Það er lljóst af ölduspám að sjólaust verður við Gróttu á morgun þriðjudag (28. mars) og næstu daga.

Ef litið er á magiseaweed.com þá verður þriðjudagur að viku liðinni áhugaverður til æfinga.

Við fylgjumst með því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum