Félagsróður 18.05.2017

19 maí 2017 20:31 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 18.05.2017
Þetta var frábær róður og fínasta áminnig á hve fljótt skipast veður í lofti :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2017 13:36 #2 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 18.05.2017
Sæl

Votta það að Svenni stóð sig með glæsibrag, vel gert að sitja skíðið í þessum aðstæðum.

En annars þá vona ég að enginn sé ósáttur eftir þennan túr, frekar að líta á þetta sem
innlegg í reynslubankann. Svona aðstæður koma alltaf upp öðru hvoru og algerlega nauðsynlegt
að prófa að lenda í svona ef fólk ætlar sér að stunda þetta sport við Ísland.

Planið var að fara bæði fyrir Þerney og Geldinganes. Var meðvitaður um vindstreng sem átti rétt
að snerta norðurenda Geldinganess og norðurenda Þerneyjar.

Þegar við komum í þerneyjarsund var nánast sléttur sjór og logn og skýin á Esjunni farin. Það var
svo ekki fyrr en komið var um það bil hálfa leið norðan við Geldinganes að vindur og alda ruku upp,
fljótlega eftir það var ákveðið að slá undan og taka lensið inn austanmegin.

Þetta er alltaf spurning hvað á að gera í svona aðstæðum. Ingi og Össi voru kannski 100-150 metrum á
eftir okkur hinum sem voru í þéttum hóp, og Svenni á skíðinu, það hefði því ekki mikið þurft að
gerast til að ástandið yrði illviðráðanlegt. Það var þó okkur í hag að vindurinn stóð að landi og
fljótlega eftir að við vorum komin inn fyrir Geldinganesið var þetta búið.

En allavega mér fannst þetta gaman. Takk fyrir mig.
Kv.
Gummib

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2017 12:01 - 19 maí 2017 13:45 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 18.05.2017
Veðurspáin gekk eftir, fengum á okkur töluverðan vind rétt og tilheyrandi öldu. Þetta var krefjandi róður amk á V10 sport surfskíðinu. Var klárlega með betri róðrum ársins..



kv
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2017 21:49 - 18 maí 2017 23:28 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 18.05.2017
plus.google.com/+AgustIngiSigurðsson/posts/iTsjMWaNxYt

Ekki vannst tími til myndatöku í róðrinum sjálfum. Sem betur fer náðust þó þessar myndir af öllum ræðurum nema Össa sem var að undirbúa tiltektardaginn.
En þessi róður á eftir að verða lengi í minnum hafður. Tel mig hafa séð sjávarbotninn í öldudal á milli Þerneyjar og Geldinganess eftir að hafa slegið undan hávaðaroki utan úr Faxaflóa. En er ekki alveg viss. En mikið var hann Össi betri en enginn þegar mestu lætin gengu yfir.
2 bláir, 2 rauðir og 3 gulir ásamt 1 svörtum. Við komum sterkir inn þessir rauðu.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2017 21:01 #5 by GUMMIB
Sæl

Átta kayakar og eitt skíði lögðu upp austan megin við eyðið og fyrir Þerney í stilltu veðri. Planið var að fara fyrir Geldingarnesið líka. Rauk þá upp vindurinn þannig að
slegið var undan og endað á sama stað.

Kv
Gummib

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum