Botndúkur að hún í hverjum skut

26 maí 2017 10:32 - 27 maí 2017 20:32 #1 by Gíslihf
Þegar Michal og Natalie komu í Súgandafjörð skrifuðu þau að litið væri eftir að viskíi og klósettpappír - e.t.v. í gamni sagt.
Það minnir mig á hollenska hópinn sem ég fór með um Breiðafjörð s.l. sumar. Þau höfðu öll einhvers konar klút sem þau notuðu í stað klósettpappírs. Hann var síðan undinn upp úr sjónum og festur í dekklínuna eða handfangið aftur á skut. Mátt sjá allan þennan hollenska flota, sem reyndar reri kajökum nokkurra félaga okkar, með botnhreinsidúk við hún á hverjum skut. Þegar aldan barst yfiir drekkhlaðna bátana allan daginn má segja að klútaranir hafi verið vel þvegnir í löngu þvottaferli.

Við getum alltaf lært mikið af öðrum, Hollendingar búa þétt og ef gengið væri um land þeirra eins og ferðamenn og við sjálf göngum um okkar land þá væri land þeirra löngu þakið klósettpappír, svipað og þegar við börnin vorum látin móta grímur á andliti okkar með dagblaðapappír bleyttum í hveitilími í föndri í skólanum þegar ég gekk í barnaskóla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum