Skráning hringræðara

24 jún 2017 01:16 #1 by Guðni Páll
Sá þýski kláraði ekki hringinn, en hann fékk mjög gott viðmót í Bolungarvík og réri allaleið á Húsavík held ég.


Sent from my iPhone using Tapatalk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2017 09:14 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Skráning hringræðara
Inni í þessu neyðarskýli er þéttskrifuð gestabók og augljóst að margir ganga um það án þess að mikið liggi við.
Líklega skýrist gremja heimamannsins af því að ágangur ferðamanna í þessa aðstöðu sé að aukast en ég skildi færslu Christians þannig að Íslendingurinn hefði alveg getað komið þessum skilaboðum áleiðis á vingjarnlegri hátt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2017 16:26 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Skráning hringræðara
Það má sjá þennan ræðara á Facebók, og færslu frá konu hans þegar hann er á heimleið í byrjun júlí. Guðni Páll, Dóri og Sveinn Axel eru fésbókarvinir. Ekki er að sjá yngir færslur.

Neyðarskýlin eru annað mál, sem gott væri að fá hreinar línur um frá til þess bærum aðilum, en það er ekki okkar mál sérstaklega. Ég hef viðhorf sem trúlega er nokkuð almennt, að neyðarskýli skal aðeins nota þegar mikið liggur við - sem svo er aftur matsatriði og hægt að misnota.

.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2017 20:31 - 20 jún 2017 20:34 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Skráning hringræðara
Ég var staddur í Skálavík í gær og sá þar texta í gestabók eftir þýskan ræðara sem heitir Christian Biallas. Sá hafði verið í Skálavik 12.júní síðasta sumar á hringferð um Ísland á sjókayak. Hann hafði róið 60km þennan dag og ætlað til Bolungarvíkur en orðið að hætta þarna útaf þreytu og miklum vind. Þegar hann var byrjaður að elda sér mat í slysavarnaskálanum kom heimamaður á fjórhjóladrifsbíl sem var að sögn ruddalegur í viðmóti og sagði,, go away, not sleeping inside, not tourist, I call police". Vonum að Christian hafi almennt fengið ljúfara viðmót en þetta frá heimamönnum :)

Hefur einhver frétt af þessum náunga eða hvort að hann hafi komist alla leið?

E.t.v eru hringfarar fleiri en þeir sem við vitum um.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2017 21:34 #5 by Steini
Replied by Steini on topic Skráning hringræðara
Rétt er það 4 Írar lögðu í hann ´94, en áttu helst til stutt sumarfrí, tveir urðu að yfirgefa hópinn við Langanes eftir fjögra vikna róður. Hinir tveir áttu ögn lengra frí, 6 vikur, og komust allaleið á Höfn.

Svo voru það tveir Bandaríkjamenn sem réru um miðjan níunda áratuginn. Vissi ekki af ferðum þeirra fyrr en eftirá, veit ekki hvernig gekk, nema sögur segja að þeir þurftu að vera á sjó við suðurlandið samfellt í sólahring þar sem aðstæður leifðu ekki landtöku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2017 11:49 #6 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Skráning hringræðara
Sæl

Man eftir blaði sam lá frammi í sundlaugaraðstöðunni gömlu þ.e undir stúkunni við útilaugina,
gæti hafa verið Seakayaker.

Þar var sagt frá fjórum Írum sem árið 1994 (minnir að það sé rétt) lögðu upp frá Reykjavík og ætluðu að fara hringinn. Þeim gekk vel en hættu á Höfn minnir mig allavega einhversstaðar fyrir austan útaf tímaskorti.

Reyndi að leita að þessu á netinu án árangurs. Einn þessara Íra var/er þekktur í heimalandinu man ekki nafnið.

Kannski Steini fyrrverandi formaður muni eitthvað meira.

Kveðja
GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2017 10:59 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Skráning hringræðara
2008 Marcus Demuth hætti í Stykkishólmi
2010 Bandaríkjamaðurinn John Peaveler reyndi hringróður en var ekki undir það búinn

2015 eða 2016 Réri ekki einhver gaur sem hafði ekki samband við neinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2017 10:07 - 28 maí 2017 10:17 #8 by Gíslihf
Oft er spurt og rætt hverjir hafi róið kajak umhverfis landið okkar. Samanburður tíma er einnig ræddur, en þá er einnig rifjað upp hvernig veður var og hvaða þveranir yfir flóa voru farnar. Það væri skemmtilegt að fá fram yfirlit um þessa róðra ef við hjálpumst að við að rifja þetta upp. Ég setti lista í ferðasögu mína á sínum tíma og hann er þannig:
Ferð/ ár/ ræðari nr.
  1. 1977 1-2 Nigel Foster, Geoff Hunter
  2. 2003 3-5 Shawna Franklin, eon Sommé, Chris Duff
  3. 2006 6 Rotem Ron
  4. 2007 7-8 Freya Hoffmeister, Greg Stamer
  5. 2009 9 Gísli H. Friðgeirsson
  6. 2009 10 Margaret Mann
Síðan voru það eftirfarandi ef ág man það rétt: Riaan Manser og Dan Skinstad, Guðni Páll (2013), Lee Taylor (2016)
Nokkrir hafa lagt af stað en ekki lokið: Jiri Kostinek (tékki), Pal og Mariam (Holland), hjón frá Tasmaníu, US náunginn sem seldi Herði bát sinn og örugglega nokkrir fleiri. Nú eru Michel og Natalie á Vestfjörðum og Guðni Páll sagði mér að von væri á sænskri konu síðar í sumar.
Þetta fer að ruglast og falla í gleymsku og svo er málið flóknara ef við viðurkennum ekki einhvern róðurinn af einhverjum ástæðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum