Hörpuróđur 2017

12 jún 2017 09:06 - 12 jún 2017 09:08 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hörpuróđur 2017
Það var ánægjulegt að sjá þennan góða hóp, einn ungan kappa og fallegu báta við hlið Gullborgar sem er nokkru stærri en kajakarnir.
Gæslan var svolítið að stríða hópnum þegar þau lögðu af stað til baka. Af gætni fóru þau neðan við Slippinn en ekki beint út á höfnina og í sama bili kom þyrlan Líf og lækkaði flugið yfir miðri höfn. Norðvestan kaldinn vildi reka hana undan og því hallaði flugmaður henni af og til upp í vindinn, sem þyddi að vindur fossaði niður af spaðanum til hliðar og hópurinn okkar lenti í basli - sem þau leystu síðan úr.

Þegar farið er yfir siglingaleið eins og milli Viðeyjar og Sundahafnar er best að fara þvert yfir, þar sem leiðin er mjóst. Það má t.d. fara nálægt innsiglingarbaujunum, grænu að sunnan, rauðu nær Viðey. Þetta er eins og maður gengur þvert yfiir götu en ekki á ská.

Hitt atriðið með Romany-vandamál er nokkuð sem við viljum skilja betur. Explorer, stóri bróðir Romany, er slæmur með að vilja slá undan vindi, ef ræðari er ekki 85-90 kg eða þyngri. Dót í afturlest eykur þennan vanda. Laga má þessa hegðun með smá aukaþyngd í framlest, 2 l af vatni geta jafnvel dugað. Önnur skýring getur verið að skeggið hafi verið niðri.
Romany er þekktur fyrir að láta vel að stjórn og hegðar sér venjulega ekki svona en ég hef þó heyrt um það í Englandi. Ein Hollenska konan í hópnum sem ég fór með um Breiðafjörð s.l. sumar átti í vandræðum með Romany. Hún var lítil og létt og sagði mér mjög pirruð frá vanræðum sínum. Þegar hun fór a ráðum mínum og færði einn vatnsbelginn í framlest glaðnaði yfir henni: "Takk, enginn Hollenskur karlmaður gat sagt mér þetta, þeir sögðu bara að Romany væri lipur bátur og fínn fyrir konur!" - og ég fékk fínt bros frá henni sem var ekki slæmt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2017 21:30 - 11 jún 2017 21:31 #2 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hörpuróđur 2017
Átta mættu í hörpuróður í rjómablíðu um hádegisbilið í dag. Undirritaður ásamt Helgu og Unni réru frá Geldingarnesi og hittu á aðra sjófara við Skarfaklett, þar sem látið var úr höfn 12:40. Ekki gekk nógu vel að halda hópinn fyrri hluta leiðar þar sem nokkrir voru komnir í siglingarlínu. Að lokum tókst þá að ná hópnum að landi og skrifast þessi uppákoma á reynsluleysi fararstjóra, en allir komust heilir í land og er þetta góð lexía í reynslubanka undirritaðs. Komum í Reykjavíkurhöfn rétt fyrir kl. 2, þar sem gott kaffistopp var tekið og hittum þar á meistara Gísla HF. Gaman að því. Í Reykjavíkurhöfn sagði yngsti ræðarinn (15 ára) skilið við hópinn, eftir að hafa staðið sig með stakri prýði en aðrir ræðarar réru til baka og rétt fyrir þrjú. Hafði þá bætt verulega í vind og komnir voru hvítir öldutoppar þannig að heimferðin varð að ágætis puði. Hún gekk þó sem skyldi þar sem allir héldu sig nálægt landi og utan „alfaraleiðar“. Rauður Romany var þó ekki alveg á því að fara sjóleiðina til baka og reyndi við hvert tækifæri að stíma stystu leið í land þannig að úr varð þónokkur barningur. Endaði það með því að eigandinn gafst upp á að tjónka við bátinn þegar komið var í Skarfakletta og endaði ferð sína þar. Komið var að Skarfaklettum korter fyrir fjögur en Helga og Unnur réru alla leið í Geldingarnes.
Þakka þátttökuna.

Þessir réru: Perla (fararstjóri), Unnur, Helga, Haukur, Daníel, Indriði, Þormar og 15 ára sonur hans (veit ekki nafnið á honum).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2017 13:02 #3 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hörpuróđur 2017
Snilld, segjum 11:30, finnst betra að hafa tíman fyrir mér :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2017 12:15 #4 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hörpuróđur 2017
Ég mæti og ræ með þér frá Gnesi
11:40?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2017 10:43 #5 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hörpuróđur 2017
Minni á hörpuróđurinn á morgun. Mæting 12 á Skarfakletti. Veđurspáin er góđ, sólskin/léttskýjađ, 13-15°c og 3-5 m/s ađ norđan.
Ég kem róandi frá G-nesinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2017 20:57 - 05 jún 2017 21:14 #6 by SPerla
Hörpuróđur 2017 was created by SPerla
Þá er komiđ ađ hinu árlega hörpuróđri sem, ađ þessu sinni, verđur haldinn sunnudaginn 11. júní. Mæting er viđ Skarfaklett kl. 12:00 og sjósett stundvíslega kl. 12:30. Skarfaklettur er viđ ađstöđu Viđeyjarferjunnar, vestast í Sundahöfninni. Róiđ verđur međfram ströndinnni og inn í Reykjavíkurhöfn, þar róum viđ ađeins um, sýnum okkur og sjáum ađra. Endum svo í vikinu viđ sjóminjasafniđ um kl. 14:00 þar sem tekiđ verđur gott kaffistopp àđur en haldiđ er til baka. Áætlađ er ađ koma til baka ađ Skarfakletti kl. 16:00.
Einnig er hægt ađ róa frá Geldingarnesinu og má reikna med ađ þađ taki ca 30-40 mín ađ róa þađan ađ Skarfakletti. -- Ágætt ađ þeir sem ætla ađ róa frá G-nesinu meldi sig á korkinum en ađrir mæti kl. 12 (sem fyrr segir) viđ Skarfaklett.

Pössum okkur svo á ađ vera ekki nálægt stærri skipum sem fara um höfnina, þar sem skipstjórar vilja ekki hafa smáa kayaka nálægt sér þegar þeir eru á ferđ. Höfum þetta ì huga öryggisins vegna.

F.h. ferđanefndar
Perla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum