Epic V12 surfskíði

27 júl 2017 11:41 - 27 júl 2017 11:56 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Epic V12 surfskíði
Hef ekkert verið í bænum síðan Epic V12 skíðið kom í gáminn. En er sem sagt núna búinn að fara í tvo róðra á V12 skíðinu, sá fyrri var í 8-10 m/s og sá seinni í gær í SV 4-8 m/s.

Þessi skíði henta aðeins þeim sem hafa róið lengi, og eru vanir róðri á sjókayökum.

V12 er umtalsvert hraðara en V10 Sport, en það þarf að hafa miklu meira fyrir stöðugleikanum, fyrsti stöðugleiki er enginn, og seinni stöðugleikinn kemur mjög seint inn, seinna en á hefðbundnum sjókayak, þ.a. low brace hef ég neyðst til að nota mikið. Helsti munurinn að róa skíði, er stuðningur frá hnjám er enginn. Til að "edga" skíðnu eða breyta halla á skíðnu, þá er mjöðmin notuð, meðan við notum hné og mjöðm í sjókayak,

Þegar maður nær smá vegalengd án low brace, þá er líka hraðinn mjög fljóttt kominn í 12 km/klst.

Í fyrsta róðrinum reyndi ég nokkrum sinnum "self rescue" á V12 skíðinu, sem gekk ekkert sérstaklega vel, skíðið er mjög mjótt og valt. Þ.a. það þarf að æfa og æfa self rescue. Í seinni róðrinum, vestan Viðeyjar, var móða komin á sólgleraugun og sviti rann niður í augun (Sólarvörnin að stríða), þ.a. ég stoppaði til að fá sjónina aftur, og augnablik andvaraleysi/blinda varð til þess að karlinn lenti á sundi. Æfingarnar gærdagsins skiluðu sínu, en mikið helv. var þetta mikið vesen, að koma sér á skíðið aftur.

Þ.a. þeir sem ætla sér að róa V12, byrjið á self rescue æfingum, og helst farið tvö/tveir. V10 skíðið er gott að byrja á, en þessi Epic skíði eru frá skemmtileg viðbót við róðrarsportið okkar.,

Umfram allt, setjum öryggið á oddinn og verum klár á að geta komið okkur aftur á skíðið ef menn lenda á sundi

kv
Sveinn Axel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2017 14:42 - 14 júl 2017 21:43 #2 by SAS
Epic V12 surfskíði was created by SAS
Seinna surfskíðið sem var ákveðið að kaupa skilaði sér í Geldinganesið í morgun sem er Epic V12 surfskíði sem er enn hraðara skíði en V10Sport skíðið sem kom í vor.

V12 skíðið er mjög nýleg endurhönnun á samnefndu skíði sem er að fá mjög góða dóma, þ.a. framleiðslan stendur ekki undir eftirspurn eins og er.
Meira um skíðið er að finna á
www.epickayaks.com/product/product/epic-v12


Umræða um skíðið er t.d. að finna á:
www.surfski.info/forum/2-announcements/1...epic-v12-vs-v14.html
chrishipgrave.com/2017/03/30/review-epic-kayaks-v122g/


Önnur review sem ég hef fundið eru 3+ ára gömul og eru því um eldri hönnunina
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum