Æfingar í félagsróðrum haustið 2017

17 ágú 2017 14:56 - 17 ágú 2017 14:57 #1 by Gíslihf
Sæll Gunnar - spurning um surfski og 3*.

Það er rétt, BC er ekki með mikið efni fyrir surfski en þar má þó finna síðu um 'Ocean Racing' ( www.britishcanoeing.org.uk/competition/ocean-racing/ ) Efnið BC um persónulega færni á stigi 3* er fyrir sjókajak, Sit On Top, Open Canoe, Surf, straum, ferðir og freestyle.
Efnið fyrir SOT er látið fljóta með sjókajak og þar er ekki verið að fjalla sérstaklega um surfskíði.

Hvað sem því líður þá er aukin innkoma surfskíða inn í klúbbstarfið frá því við vorum með Gróttuæfingar, skemmtileg viðbót og það væri vel þess virði að skoða erlend dæmi um þjálfun fyrir surfskíði. Ef þú og fleiri surfskíðaræðarar viljið vera með í þessum 3* æfingum í tilraunaskini, þá getum við metið betur hvað er sameiginlegt og hvað er sérstakt.

Ég vil geta þess til gamans að ég var í fjarnámi ISI fyrir þjálfara í sumar og lokaverkefni mitt var beinagrind að ársáætlun fyrir þjálfun hóps unglinga í róðri. Þar setti ég upp að þau ættu að þjálfa sig í róðri á sjókajak - straumkajak - surfskíði. Kanó var ekki með því þar er árin með einu blaði og ég ímyndaði mér að flokka mætti kanó með öðru, en þó skarast áratækni á kanó mikið við kajak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2017 13:20 #2 by gunnarsvanberg
Sæll Gísli.

Nú fer hópur surfski ræðara ört vaxandi og margir þeirra orðnir ansi góðir ræðarar. Þessi hópur er allur að nota vængárar en mér sýnist 3* prófið að stórum hluta byggt upp á tækni með euro-árar eða grænlenska. Er ekki rétt skilið hjá mér að 3* prófið hentar þessum hópi ræðara því ekki?

Mér finnst þetta framtak frábært hjá þér!! Það er aðdáunarvert hversu duglegur þú ert að gefa af þér og fræða!!

K.kv. Gunnar Svanberg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2017 11:28 - 17 ágú 2017 13:19 #3 by Gíslihf
Fræðslunefnd er að undirbúa átak í Kayakklúbbnum, æfingar upp að 3ja stjörnu færni. Vonandi getum við byrjað í félagsróðri að viku liðinni, 24. ágúst og farið gegnum allt efnið með vikulegum æfingum fram í október.

Þetta verður fyrir alla sem geta mætt í félagsróðra, en skráðir eru Bergþór, Gummi S, Hannes, Haukur, Indriði, Jónas, Kolbrún, Kristinn, Perla, Unnur og Þormar. Fleiri geta skráð sig hér á síðunni. Fyllt verður út fyrir (formlega) þátttakendur hvaða færni þeir hafa sýnt og geta þeir þá farið nærri hvar þeir standa til að ná 3* prófi siðar.

Allir ættu að geta haft gaman af að vera með þótt þeir nái ekki öllu eða geti ekki mætt alltaf og vonumst við eftir almennri þátttöku, ekki minni en í venjulega félagsróðra. Nefndin óskar einnig eftir að þeir sem eru lengra komnir verði til aðstoðar.

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum