Félagsróður 23. sept

28 sep 2017 21:10 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 23. sept
Tek undir með þeim félögum, þetta var frábær róður
smá video klippa HÉR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2017 16:38 #2 by Páll R
Replied by Páll R on topic Félagsróður 23. sept
Gísla þótti við hæfi að rifja upp glímu Ása-Þórs við Elli kerlingu. Hinir spræku öldungar stóðu þó vel fyrir sínu.

Veðurspá gærdagsins gekk fyllilega eftir, svo og áætlaður róður. Fyrst var streðað inn Leiruvoginn og ekki stoppað fyrr en við þverrifið, þar sem fuglaskoðunarhúsið stendur. Er þar kom hafði bætt töluvert í vind og ekki annar kostur betri en að róa hörkulens til baka. Gekk það hratt og átakalítið og vorum við bara nokkuð ánægð með okkar för þennan morgun. Má með nokkurri vissu ætla að vindur hafi slegið upp í a.m.k. 15 m/s á lensinu.
Auk þeirra Gísla, Harðar og undirritaðs réru Indriði, Unnur, Örlygur og Össur.
Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2017 14:06 - 23 sep 2017 14:09 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 23. sept
Frábært puð og skemmtilegt :ohmy:

Við Hörður reynum að standa okkur vel og gerum enn - þó kemur mér í hug sagan um þrautir þær er Útgarða-Loki lagði fyrir Ásaþór, en þar segir:
Kalli mér hingað kerlinguna fóstru mína, Elli, og fáist Þór við hana ef hann vill. Fellt hefur hún þá menn er mér hafa litist eigi ósterklegri en Þór er.
Um þá glímu segir síðan: Þá tók kerling að leita til bragða og varð Þór þá laus á fótum, og voru þær sviftingar allharðar og eigi lengi áður en Þór féll á kné öðrum fæti.

Yngra fólk og upprennandi stóð afar vel og ætti klúbburinn að reyna að fá fleiri til sín í yngri kantinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2017 16:03 - 22 sep 2017 18:23 #4 by Páll R
Ég er skipaður róðrarstjóri á morgun.
Spáð er austan 8-10 m/s kl 10, sem fer vaxandi allt upp í 12-16 m/s, með grenjandi rigningu. Flóð er um kl. 08.

Ekki beint kjöraðstæður fyrir byrjendur.
Mætti róa áleiðis inn Leiruvoginn og taka lens til baka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum