Æfingar á næstunni

03 nóv 2017 15:01 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingar á næstunni
Ég minni á tog- og toglínuæfingu sem verður með í félagsróðri nú ld. 4. nóv. - smá inngangur á palli og léttar æfingar.

Þetta er hluti af 3ja stjörnu æfingum - og er ætlunin að æfa betur eða aftur eftir viku.

Þeir sem eiga toglínur hafi þær með.

Kv - Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 okt 2017 14:44 - 26 okt 2017 14:44 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingar á næstunni
Hér er yfirlit um mætingu í þriggja stjörnu æfingar fram að þessu.
Tvö erlendu gædanna, Anula og Hodei, drifu sig út til Cornwall í 3ja stjörnu próf og eru farin til NZ í gædastarf.
Kveðja - GHF


.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 okt 2017 14:03 - 26 okt 2017 14:06 #3 by Gíslihf
Þriggja stjörnu æfingar eru sérstakt verkefni til viðbótar við venjulegt starf klúbbsins. Ég er með töflu um þáttöku hingað til og set hana inn í samráði við Gunnar Inga, vefstjóra.

Næst á þeirri dagskrá eru æfingar fyrir tog og notkun toglínu. Ég ætla að hafa slíkar æfingar í samstarfi við róðrastjóra 4. nóv. (Andri) og 11. nóv. (Sigurjón Sig.) en tog-æfingar geta passað vel á venjulegri róðraleið, allt þó eftir veðri.

Síðan vorum við Sveinn Axel að ræða að kominn er tímí á að fara í brimæfingar við Þorlákshöfn. Hann ætlar að fylgjast með veður- og ölduspá, en á þessum árstíma er varla hægt að nota virka daga vegna birtunnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum