Félagsróður 4.nóv

04 nóv 2017 14:49 - 04 nóv 2017 14:51 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 4.nóv
Ég tók að mér róðurinn í forföllum Andra. Við rerum aðeins lengra, Þerneyjarsund og fyrir Geldinganes til baka. Þá gátum við horft á svæðið sem ætlunin er að flytja sarfsemi Björgunar á, en það í víkurnar landmegin við Þerneyjarsund. Það er spurning hvort við eigum ekki að senda inn athugasemd?

Við fórum yfir helstu þætti við tog og notkun toglínu á palli, hvernig best er að húkka í, hvernig hægt er að stytta línu, hvernig á að styðja annan sem er dreginn og fleira. Síðan gerðum við léttar æfingar í Veltuvík og aftur við skútupallinn á Þerneyjarsundi.

Notkun toglínu er dæmi um eitthvað sem ekki er nóg að lesa og tala um, það þarf að prófa og æfa á sjó og í mismunandi veðri og aðstæðum.

Ætlunin er að hafa aftur smá æfingu í næsta félagsróðri, það verður örugglega ekki eins, gæti t.d. verið að ná manni út úr vík milli kletta :ohmy:

Kveðja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2017 22:31 #2 by Andri
Félagsróður 4.nóv was created by Andri
Undirritaður er róðrarstjóri laugardagsins en til viðbótar við hefðbundinn skemmtiróður ætlar Gísli að kenna notkun toglínu. Byrjum á pallinum kl 10 á 10-15min kynningu, tökum svo æfingar á sjó og Geldinganeshring í framhaldi.

Munum eftir toglínunum
Kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum