Sundlaugaræfingar til áramóta

05 jan 2018 18:33 #1 by Gíslihf
Sæl.

Samkvæmt mótaskrá verður sundmót fatlaðra um helgina.
Mögulegt er að laugin verði orðin laus á okkar tíma en það er alveg óvíst.

Við getum reynt að fylgjast með því - en oft er erfitt að fá einhvern í símann hjá Laugardalslaug sem veit eitthvað, virðist oft vera afleysingafólk um helgar. Ég var að tala við Magnús formann sundlauganefndar og hann ætlar að reyna að ná fundi með Loga forstöðumanni í næstu viku.

Næstu helgar eru einnig mót þannig að ekkert er í hendi ennþá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2018 16:19 #2 by indridi
Hefur sundlaugarnefnd upplýsingar um hvort sundlaugin verður opin fyrir okkur á sunnudaginn (7. jan '18)?

Kveðja,
Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2017 14:02 #3 by Þormar
Sælt verið fólkið. Er sundlaugin opin fyrir okkur í dag?

Kv.Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2017 12:53 #4 by haukur
Gott og vel. Takk fyrir upplýsingarnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2017 12:07 - 03 des 2017 12:08 #5 by Larus
Sundmót í dag -3.des

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2017 11:45 #6 by haukur
Sæl,

Er sundlaugaræfing í dag ?

Kær kveðja,
Haukur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2017 14:43 #7 by SAS
Sæl

Treysti Sundlaugarnefndinni til að finna bestu lausnina fyrir okkur. Lausir tímar liggja örugglega ekki á lausu, en 1-2 klst hljóta að að finnast í 2-3 skipti

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2017 13:32 #8 by Unnur Eir
Sæll

Er áhugi hjá klúbbfélögum og stjórn að hafa sundlaugaræfingar á virkum kvöldum ef það er í boði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2017 14:43 - 28 nóv 2017 14:46 #9 by Gíslihf
Ég tek eftir því að Leon notar Kanóár kl. 1:00 - sem rifjar upp að í BCU kerfinu eiga allir að læra kanó áratök á byrjendanámskeiðum (2 Star) og það varð ég að taka þrátt fyrir okkar fjórar stjörnur til þess að mega byrja á kennaranámskeiðum.

Sundlaugaæfæingar! Ef sundfólkið verður aðeins duglegra að æfa fáum við bráðum enga tíma allan veturinn. Nokkrar undanfarnar helgar hef ég reynt að fygjast með hvort hægt yrði að hafa æfingu. Hér eru dæmi um hvernig það gekk:
  • sími sundlaugar hringdi heima hjá starfsmanni sem var kominn á frivakt og ég fékk engar upplýsingar
  • sendi tölvupóst - fékk svar eftir helgina
  • spurði um horfur á lengd móts - "það veit engin fyrr en það kemur í ljós og þú verður að spyrja þá sem sjá um mótið"
  • Síminn virkaði ekki
Flestir félaga eru fjölskyldufólk og ýmsir viðburðir eru um helgar, afmæli, boð og heimsóknir. Jafnvel þótt það komi í ljós kl. 14 á sunnudegi að sundmóti sé að ljúka þá er það of seint fyrir flesta til að breyta sínum plönum.
Mín niðurstaða er að þetta er ekki ásættanlegt fyrir okkur. Við erum aðilar að ÍBR, Siglingasmbandi og ÍSÍ og eigum hugsanlega einhvern rétt eða aðra möguleika.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2017 12:14 #10 by Larus
það lítur ekki vel út með sundlauagræfingar það sem eftir er ársins - sundmót og viðgerðir fram til áramóta.
Eftir áramót eru 2 - 3 sundmót á mánuði fram i maí - einhver þeirra eru líklega búin kl 16 þegar okkar tími byrjar.

Sundlaugarnefnd á að fylgjst með og láta vita á korkinum eins snemma og unnt er

En allavega hvet ég fólk til að nota sundlaugina þegar færi gefst,
frábær aðstaða til tækniæfinga sem við megum ekki missa frá okkur með lélegri nýtingu.

Læt fylgja eitt gott frá Body boat blade, upplagt að æfa i sundi og geta svo montað sig í félagsróðrum. )

Þess má til gamans geta að Gunnar Ingi kynnti þetta trix fyrir lítt forfrömuðum róðrarfélögunum eftir ferð hans og Magga á Eirík rauða á Norðurfirði 2009 þar sem Leon og Shawana kenndu.




lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum