Umhverfi við róður

04 jan 2018 15:03 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Umhverfi við róður
Fróðleikur um sjávarföll:

Töflur yfir sjávarföll í Reykjavík og flóðbið annarra staða við Ísland gáfu Sjómælingar Íslands fyrst út ári 1954.
Útreikningur taflanna byggðist á athugun, sem gerð var af starfsmönnum Sjómælinganna á sjávarföllum í Reykjavíkurhöfn allt árið 1951.

Áður höfðu birst í almanaki Þjóðvinafélagsins og í Sjómannalmanakinu töflur yfir sjávarföll sem byggðust á athugunum er náðu yfir skemmra tímabil og gátu því ekki orðið eins nákvæmar.

Fylgst hefur verið með sjávarföllum í Reykjavíknær óslitið síðan 1951 og grundvallast útreikningur töflunnar fyrir Reykjavík nú á greiningu sjávarfallananna árin 1956 til 1989 í (harmoniska) stuðla og meðalhæð sjávar.

Meðalsjávarhæð þess tímabils reyndist vera 2,182 m fyrir ofan 0 Sjómælinganna sem er 12,54 m undir koparplötu á norðvesturhlið hússins nr 7 við Ægisgötu. Bent skal á að hæð áður nefndrar koðarplötu er 10,718 m í hæðarkerfi Reykjavíkurborgar.

Því er 0 hæðarkerfis 1,82 m ofan við 0 Sjómælinga Íslands.
Aðrar niðurstöður úr útreikningi sjávarfalla í Reykjaví eru þessar:

Meðalstórstraumsflóð 4,0 m
Meðalsmástraumsflóð 3,0 m
Meðalsjávarfallahæð 1,3 m
Meðalsmástraumsfjara 0,2 m

a) Hæð meðalstórstraumsflóðs( fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða ( fjara) þegar fallhæðin (munur flóðs og fjöru)
er mest (hub hálfs-mánaðaðarlega) í heilt ár, þegar meðalhámark tungls í störnubreidd er 23 1/2°
b) Hæð meðalsmástraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara)
þegar fallhæðin er minnst við sömu skilyrði og í lið a.
c) Meðalsjávarfallahæð er meðaltal flóðs og fjöru, stórstreymis og smástreymis.
d) 4,62 m og -0,44 m eru hæsta flóð og lægsta fjara sem reiknuð verða út miðað við venjuleg veðurskilyrði. Því marki verður ekki náð á hverju ári, en mesta fjara getur orðið lægri og mesta flóð enn hærra vegna afbrigðilegs veðurs.

Breytingar á veðri valda tilsvarandi mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því að töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við meðalloftþyngd. Falli loftvog um 10 millibör má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1m og öfugt. Blási af hafi og sé loftvog lág, mun sjávarhæðin vera meiri en taflan sýnir, og á hinn bóginn minni með frálandsvindi og hárri loftvog.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2018 16:21 - 03 jan 2018 16:35 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Umhverfi við róður
Gott hjá þér Gísli að benda á þetta. Annars gefur LHG út almanak sem mér finnst best að nota. Stórstraumsfjaran getur orðið nokkuð löng og þá stutt á háflóðinu hjá okkur á eiðinu og í gærkvöldi flaut maður næstum uppá pallinn svo ekki var langur burður hjá mér. Sjókort eru með dýpistölum sem miðaðar eru við meðalstórstraumsfjöru og þá kemur fram á flóðatöflum - tala fyrir framan flóðhæðina þegar straumur er sérstaklega stór. Getur munað 10-20 cm hér hjá okkur. Annars var gaman að sjá í gær stóran hóp æðarfugla sem við trufluðum sunnan við bryggjuna í Gufunesi. Þar höfðu þær lagt sig og áttu sér einskis ills von þegar við komum þarna með bægslagangi og látum.
kv
Ingi

linkur á flóðatöflu:

www.tide-forecast.com/locations/Reykjavik-Iceland/tides/latest

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2018 10:48 - 03 jan 2018 10:49 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Umhverfi við róður
RÖNG FLÓÐATAFLA.

Sum okkar kaupa sér litla dagbók í upphafi árs. Ein slík er á borði mínu, Það er dagbók fyrir árið 2018 gefin út af A4.

Flóðatafla fyrir Reykjavík er þar á einni af fyrstu síðunum. en hún er röng og virðist vera tafla um flóð liðins árs. Í töflunni er tákn um fullt og nýtt tungl þannig að þá er fljótséð hvort fullt tungl er sýnt 2. jan. eins og nú var.

Taflan er prentuð með leyfi LHG þannig að ég hef sent þeim póst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2017 19:05 - 30 des 2017 19:24 #4 by Gíslihf
Umhverfi róðurs er hitastig lofts og sjávar, birta, vindur, sjólag, straumar, botn og gerð strandar og fleira.

Munur flóðs og fjöru í Reykjavík við stórstraum eftir fullt/nýtt tungl 2017 var skv. almanaki HÍ:
jan-júní 4,3/3,8 - 4,2/4,2 - 4,0/4,4 - 3,7/4,5 - 3,4/4,4 - 3,3/4,3
júlí-des 3,3/4,2 - 3,6/4,2 - 3,9/4,1 - 4,3/3,8 - 4,4/3,5 - 4,4/3,4
Það munar allt að heilum metra á tölum fyrir stórstraum við fullt tungl og tveim vikum síðar.
Veður og loftþrýstingur hefur svo nokkur áhrif til lækkunar eða hækkunar.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum