Sundlaugaæfinar framundan

14 jan 2018 20:17 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundlaugaæfinar framundan
Hélt fyrst ég yrði einn með laugina en svo kom Guðmundur (Keilisnemandi) með vin sinn sem var að prófa og úr því varð ágæt kennsluæfing.

Sjálfur notaði ég gamaldags straumkeip úr kjallaranum, enda nennti ég ekki að koma með sjókajak í þessu veðri.

Þessir gömlu straumbátar eru 3-4 m langir og eru því likari sjókeipum en hinir nýrri leikbátaar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2018 22:14 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundlaugaæfinar framundan
Spáð er SV vindi kl. 18 á morgun - 10-16 m/s á svæðinu.

Það er ekki veður til að vera með kajaka á toppnum, nema þegar tveir hjálpast að. Kajakar okkar gætu t.d. fokið á næsta bíl við Laugar.

Þetta er bara ábending, ég er ekki að aflýsa sundlaugaæfingu og verð á staðnum og einhverjir geta notað straumkajaka úr kjallaranum.

Kveðja - Gísli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2018 18:54 - 13 jan 2018 18:57 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundlaugaæfinar framundan
Ég mun sjá um sundlaugaæfingu á morgun sunnudag 14. jan. í forföllum Magga.
Tíminn er kl. 18-20.

Það er alveg meinlaust að mæta eitthvaða of seint, markviss æfing í 45 mín getur skilað árangri.

Fram kom eftir róður í morgun að betra væri að hafa tímana kl. 19, þá væri hægt að vera búinn að borða. Við ræðum það eftir helgina - það mun geta verið í boði.

Kveðja - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2018 11:12 - 12 jan 2018 11:26 #4 by Gíslihf
Maggi formaður sundlauganefndar hefur rætt við Loga, forstöðumannn Laugardalslauga og niðurstaðan verður breyttur æfingatímí fyrir Kayakklúbbinn. Æfingatíminn verður á sunnudögum kl. 18-20 það er tveim tímum seinna en verið hefur.

Maggi verður æfingastjóri n.k. sunnudag, 14. jan.

Athugið kl. 18, klukkan sex síðdegis.

PS: Ég ólst upp á Sundlaugavegi með Sundlaugarnar í Laugardal hinum megim við götuna og því segi ég og skrifa sundlaugaæfing en ekki sundlaugaræfing. Ef við fengjum hins vegar inni í Vesturbæjarlaug gæti verið að ég skrifaði sundlaugaræfing :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum