Neyðarblys

31 jan 2018 11:47 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Neyðarblys
Kyndilmessa er 2. febrúar, þú getur kveikt á gosblysi þá - án þess að valda misskilningi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2018 10:52 - 30 jan 2018 10:52 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Neyðarblys
Margt að læra á þessu myndbandi - aðeins of mikið dót samt fyrir venjulega róðra. Eitt vantaði samt en það eru gleraugun. Hluti þessa búnaðar krefst lessjónar og því er ég alltaf með gamlan gleraugnaræfil í vestisvasanum.

Það vantar einnig æfingu í að nota sumt af þessum búnaði. Ég hef t.d. aðeins kveikt í neyðarblysum á gamlárskvöld, annað kynni að valda misskilningi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2018 08:55 - 29 jan 2018 08:56 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Neyðarblys
mér hefur virst sem reykurinn frá gosblysunum sé það sem sést best í dagsbirtu. Þetta dugar til að sýna þyrluköllum hvernig vindátt er, þegar búið er að ná augnsambandi. En svo er nú það; líklegasta fyrsta-björgunarúrræðið á vettvang ef kayakræðarar lenda í 112 veseni væri björgunarspíttari frá nálægu plássi. Segja þyrlukallarnir. Þyrla yrði kannski notuð til sjúkrahúsflutnings eftir á.
Og svo var það trillukall á Skagafirði sem lenti í veseni í vondu veðri, notaði gosblys, hvert á eftir öðru og sagði í viðtali að það hefði ekkert haft að segja. Samt voru bátar að leita að honum þarna á firðinum. Og ekki sá neinn neitt þegar Hilmar kveikti á blysi í neyð í maraþorninu um árið.
Nú er það því spurningin hvort led blysin sjáist betur í dagsbirtu? Amk. logar lengur á þeim.
En það er rúmur mánuður í 8. seríuna;
7., 14. og loks 30. mars sem er fös. langi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2018 23:13 #4 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Neyðarblys
Ég benti einum verkefnastjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á þessi ljós, skemmst frá því að segja að pöntuð voru tvö stykki.
Ég læt ykkur hafa þeirra umsögn um leið og hún berst mér.

Er ekki tilvalið að nýta næturróðraseríuna og prófa mismunandi útgáfur af neyðarblysum?
(Og taka svo tímann þar til fyrsta sjóbjörgunarsveitin mætir) :silly:

Og hvenær er annars serían á dagskrá? :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2018 18:04 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Neyðarblys


Þeir tala um þessi blys frá og með 5.32 mín. Ágætis umfjöllun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2018 19:13 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Neyðarblys
Ræddi við Hilmar í Slysavarnarskólanum og spurði hann útí þessi ljós. Ekki hefur enn verið farið útí að skipta út flugeldum fyrir svona LED ljós og óvíst hvort það verður í bráð. Ljósin eru góð svo langt sem þau ná en blys og reykurinn sem þau gefa nýtast björgunarmönnum vel til að meta vind og vindátt til dæmis ef hann er ekki of mikill. En sem viðbót er þetta eitthvað sem menn ættu að skoða með jákvæðu hugarfari.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2018 15:23 #7 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Neyðarblys
Þessi LED neyðarblys eru algjör snild en þykja frekar dýr víst. Ég var með svona blys þegar við vorum á Írlandi og komu þau mjög vel út.
Þau eiga að sjást mun betur en hin. Veit ekki til þess að þau séu seld hérlendis. En gætum eflaust pantað þetta í kippu og fengið betra verð.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2018 13:36 #8 by Klara
Replied by Klara on topic Neyðarblys
Sjá myndir, veit ekki um sölustaði né verð....
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2018 10:40 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Neyðarblys
Það væri gaman að sjá eitt svoleiðis. hvar fær maður LED neyðarblys og hvað kostar það?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2018 08:28 #10 by Klara
Neyðarblys was created by Klara
Var á fyrirlestri hjá einum helsta sérfræðingi Evrópu í flugeldum, blysum og öðru slíku.
Skv. honum eiga neyðarblys - eins og við þekkjum - heima á þjóðminjasafninu.
Hann sýndi myndir af slysum sem hafa orðið við notkun slíkra blysa.

Mál málanna eru LED neyðarblys sem eru lifa í 10 klst eftir að kveikt er á þeim.
Hann notar sjálfur slík blys - er siglingamaður.
Líklega eitthvað sem við ættum að skoða - hvað segja sérfræðingar okkar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum