Veltuvík er örnefni

24 jan 2018 20:33 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Veltuvík er örnefni
Þetta er rétt hjá Steina. Veltuvík er a.m.k frá 2003 ef ekki fyrr. En ég veit ekki hver kom með nafnið. Öxlin er frá snemma árs 2004. Svo eru allskonar nöfn á skerjum, klettum og fjörum þarna í nágrenninu, misskemmtileg.

Kv.
GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2018 15:34 - 24 jan 2018 15:51 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Veltuvík er örnefni
Ef skoðað er í "Skjalasafni" hér á síðunni má finna "Kayakaklúbburinn Eldri vefur" þar eru myndir frá vetrarróðri 2003 þar sem þeir félagar; Kalli Geir, Baldur og Guðmundur Breiðdal æfa veltur og félagabjörgun í skítakulda við Geldinganes á þeim stað sem eftir þessa ferð hlaut nafngiftina -Veltuvík- :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2018 15:15 - 24 jan 2018 15:15 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Veltuvík er örnefni
Staðurinn fékk þetta nafn fljótlega eftir að við fórum að stunda róður þarna uppúr aldamótum, nákvæma dagsetningu hef ég ekki hér hjá mér hér í Whistler. Guðmundur Breiðdal er örugglega með þetta á hreinu, svo má ekki gleyma "Öxlinni" sem er þarna handan við malarkambinn, en sú nafngift tengist G.B. sjálfum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2018 11:50 - 24 jan 2018 11:50 #4 by Gíslihf
Veit einhver hve lengi heitið Veltuvík hefur verið notað i hópi okkar?

Ég tel líklegt að um 1000 manns þekki nafnið, það eru félagar í Kayakklúbbnum, fjöldi nemenda í byrjendanámskeiðum og heimilisfólk og aðrir í kring um þennan hóp.

Þetta eru vel hugsanlega næg rök til að nafnið komist á kort Landmælinga íslands og í örnefnaskrá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum