Æfing í innilaug

04 feb 2018 21:29 - 05 feb 2018 10:23 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing í innilaug
Mæting var meiri en ég átti von á, Gísli Karls, Lárus, Jón Kristinn, Harpa, Silja, Sveinn M., Þormar, Jón Gunnar og e.t.v. fleiri þó að nöfnin birtist ekki í huga mér. Svo voru þarna 3 stelpur sem fengu einn bát og ég setti þeim fyrir smá verkefni, eins og að róa til hliðar og draga sundmann.

Mér þótti gott að sjá fólk vinna vel við æfingar, sumir að reyna eitthvað nýtt og að sýna framfarir í veltu- og áratækni.

Vaktstjóri sagði mér að einhverjir hafi komið kl. 16 og spurt eftir æfingu en orðið frá að hverfa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2018 21:34 - 04 feb 2018 12:45 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing í innilaug
Það er ekki gott að eiga við kajaka á bílum í dag, en þó gengur það alveg í 8-10 m/s eins og spáð er.
Svo eru sumir sem nota bara stuttu kajakana sem geymdir eru undir lauginni.

Við eigum tíma frá kl. 19-21.

Ég vonast til að geta mætt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 feb 2018 22:36 #3 by Gíslihf
Æfing í innilaug was created by Gíslihf
Næsta æfing i Laugardalslaug er sunnudagskvöld kl 19.

Ekki rugla því saman við viðburðinn sundlauganótt, sem er kvöldið áður.

Undirritaður er umsjónarmaður þetta sinn.

Er ekki kominn tími til að læra veltuna fyrir þá sem það hafa ekki gert - og hinir geta slípað sína snilldartakta :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum