sundlaug 25. mars

26 mar 2018 14:02 - 26 mar 2018 14:03 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic sundlaug 25. mars
Innilaugin var vel notuð, fjöldinn um 20 ef krakkar eru með talin. Þarna voru nokkrir krakkar sem ég leyfði að prófa, einnig 3 börn ræðara, einn straumræðari, Páll R., Lárus, Eymi og svo eftirfandi efnilegu 3ja stjörnu kandidatar: Bergþór - Erna - Kolla - Sveinn M., - Unnur - Þormar.

Þetta var vel heppnuð æfing sem jafnan. Veltan var æfð auk liggjandi stöðu (balance brace) sem er lík hástuðningi eða augnabliksmynd úr veltunni þegar komið er í yfirborðið á leiðinni upp aftur. Gagnkvæm hjálpsemi og góð ráð voru gefin, góðir hlutir sem einkenna klúbbinn okkar :)

Starfsmaður ræddi við mig og gerði athugasemd við krakkana sem ég leyfði að prófa og málið var hver tryggir öryggi, við eða hann? Niðurstaðan er líklega sú að við megum ekki leyfa krökkum að prófa kayaka, nema þegar félagi sem er forráðamaður barns er með það og tekur fulla ábyrgð. Sami starfsmaður var ekki sáttur við 'Sundlauganótt' þegar almenningi er boðið í laugina, ljósin dempuð og hann sér ekki hvort einhver liggur á botni laugar.

Það er svo spurning hvort nokkurn tíma var forsenda fyrir einhvers konar barna- unglingastarfi hjá Kayakklúbbnum, þótt sett hafi verið í nefnd. Hver ber ábyrgð?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2018 09:06 - 25 mar 2018 09:07 #2 by Gíslihf
sundlaug 25. mars was created by Gíslihf
Það er opið fyrir Kayakklúbbinn í Laugardalslaug í dag - og tíminn er kl 16-18.

Ég verð á staðnum sérstaklega fyrir 3ja stjörnu fólk og svo hafa bara allir gott af að slípa sínar veltur og liggjand hástuðning eða aðrar kúnstir ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum