nýjir keipar

12 apr 2018 11:33 - 12 apr 2018 11:35 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic nýjir keipar
Þetta minnir mig á það þegar við vorum góður hópur að búa okkur undir 4* árið 2011 eða -12 og nær allir í nýlegum gulum Kokatat Expedition þurrgöllum. Það vakti athygli meðal erlendra ræðara, sem létu sig varla dreyma um þannig búnað sem er bestur fyrir leiðangra á ævintýraslóðir.

Ég man svo ekki betur en Örsi hafi verið með Everest leiðangurstjald þegar við gistum í Þerney í næturróðri. Svo er til andstæðan, en gamall vinur minn Bjarni E. Guðleifsson gekk mikið um Tröllaskaga og skrifaði svo um svæðið í árbók FÍ. Hann kom eitt sinn upp á brún ofan við Svarfaðardal ásamt nokkrum klæddum í nýjasta fjallabúnað. Þá mættum þeir Hirti Eldjárn bónda á Tjörn, hann var í stígvélum og var ekki í vanræðum.

Veð erum flottir á því. :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2018 18:22 - 11 apr 2018 19:36 #2 by Ingi
nýjir keipar was created by Ingi
Það er hætt við að einhverjir reki upp stór augu á næstu dögum þegar að floti af Rokkpúl Taran fer á flot?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum