Hvítárferðin 19.maí

20 maí 2018 10:37 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítárferðin 19.maí
Geggjuð Hvítárferð þrátt fyrir skítakulda, mikið rok og haglél á köflum. Þátttakendur voru 11 og þar af tveir sem voru að róa í fyrsta skipti og einn sem hafði lítið róið. Aðstæður voru erfiðar, bæði útaf kuldanum og sterkum vindhviðum sem blésu miklu vatni af ánni og þá sérstaklega öldutoppum beint á ræðarana. Þetta blindaði mann oft í flúðunum og vindurinn var nógu sterkur til að hvolfa þeim sem voru óvanir. Nýliðarnir fengu mikla eldskírn en voru hetjur dagsins því þeir brostu allan hringinn þrátt fyrir fjölmörg sund, kulda og vosbúð.
Nýstofnuð straumkayaknefnd byrjar sumarið af krafti, hlakka til næstu ferðar í vonandi betra veðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2018 21:40 #2 by MarteinnM
Replied by MarteinnM on topic Hvítárferðin 19.maí
Já mjög. Við sáum ekkert á google calender dagskráar dálknum á forsíðunni við þessa dagsetningu. Og Hvítárferðin hafði verið bókuð þessa sömu helgi í fyrra.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2018 19:26 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Hvítárferðin 19.maí
Sæl

Óheppilegt að setja árlega Hvítárferð á sama tíma og Reykjavíkurbikarinn og væntanlega þyrlubjörgun.


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2018 22:39 #4 by MarteinnM
Replied by MarteinnM on topic Hvítárferðin 19.maí
Endilega að segja sig going eða attending svo við vitum sirka hversu margir eru að koma. Það væri einnig flott ef einhverjir hefðu laus pláss og gætu auglýst þau fyrir bíllausa. Vill líka vekja athygli á því að það verður reynt að huga vel að nýliðum þannig að þeir ættu að grípa tækifærið og ekki hika við að mæta.
www.facebook.com/events/1622945101152941..._id=1525127743920629

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2018 10:10 #5 by Þormar
Replied by Þormar on topic Hvítárferðin 19.maí
Okkur feðgum langar að fara en þyrftum að fá lánaða báta.

kv. Þormar og Þórhallur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2018 02:31 #6 by Andri
Ég sé að straumkayaknefndin er búin að setja Hvítárferðina á dagskrá 19.maí. Vill bara minna á að sjókayakfólk á fullt erindi í þessa ferð. Þetta er hvorki erfitt né hættulegt, bara gaman. Ég er með eitthvað af auka bátum fyrir þá sem vilja nýta tækifærið og prófa straumkayak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum