3* próf - Síðari hópur ld. 2.6. kl. 9:00

06 jún 2018 06:34 - 06 jún 2018 06:37 #1 by SPerla
Er þá ekki bara næsta skref ađ hafa samband via örnefnanefnd og fá ÓPIĐ skráđ sem örnefni......er eftir e-u ađ bíđa?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2018 00:04 - 05 jún 2018 00:05 #2 by Orsi
Ég held að það hafi fæðst nýtt örnefni þarna úti á sundunum; fagnaðartangi, eða bara ÓPIÐ? Ha, Ingi? ÓPIÐ.

Allavega...fræðslunefndin var aldeilis rifin upp á afturendanum sl. starfsár. Og Gísli þar duglegur að halda nefndinni við efnið, sem og ræðurum sem tóku áskorunum. Það var bjartsýni að halda að það yrði 100% viðkoma hjá kandítötum, en svona fór það og glæsilegt það. Og nú er spurning hvað gerist á næsta starfsári fræðslunefndar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2018 13:35 - 04 jún 2018 14:01 #3 by Gíslihf
Örsi - fagnið heyrðist upp á pall þar sem við Eymi vorum að spjalla og áttum okkur einkis ills von :ohmy:

Annars var allt þetta námskeið og próf góð reynsla fyrir nemendur, mig og aðra sem voru með í verkefninu. Gott er að læra af góðum kennara, sem í þessu tilviki var Steve Banks og sem ég fann upphaflega gegnum BCU þegar ég var að leita að tiltekinni þjálfum og sá fljótt að fleiri myndu kunna vel að meta kennslu hans.

Þegar ég ber saman þjálfun okkar og kröfur hjá Steve/BC sé ég að við höfum farið nokkuð lengra í mörgum þáttum, en að gott væri að æfa fleiri aðferðir við félagabjarganir. Veltan, hástuðningur og Eskimóabjörgun voru veikir punktar, sem mér þykir leitt. Stór þáttur í því er aðgengið að sundlaugaæfingum, sem hefur verið of lítið í vetur og ekki hægt að treysta á. Þar var því hver og einn á eigin vegum, en sumir náðu góðum framförum á lokametrunum sem er aðdáunarvert. BC gerir aðeins kröfu um að ná einni veltu í prófi og það getur gengið hjá einum en ekki næst eða mistekist hjá öðrum sem nær veltunni svo viku síðar.

Það er leitt að vera 3ja stjörnu ræðari og vera kvíðinn að lenda á hvolfi, Er þá ekki næsta skref hjá okkur að vinna meira í öruggum björgunum, sjálfsbjörgun og veltum við ólík skilyrði? Þetta með veltuna er áhugavert efni. Hvernig á að læra og kenna veltu og hvernig skilar námið sér best við nýjar aðstæður. Þegar ég var úti hjá Steve ræddum við að velta í sundlaug er góðra gjalda verð, en að yfirfæra þá færni í umhverfi með köldum sjó og straum eða öldum er ný færni eða færni á hærra stigi sem á einhvern hátt þarf að læra upp á nýtt.

Ef við erum vel gölluð og með góðum félögum þá ætti þetta bara að vera skemmtilegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2018 11:40 #4 by Guðni Páll
Til hamingju öll sömul. Frábært að frá fleiri stjörnu ræðara í klúbbinn. Núna er bara að halda áfram að æfa og bæta.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2018 11:10 #5 by Orsi
Andskoti að missa af þessu, náttúrlega eins og íslenskt mark í landsleik á síðustu mínútunni. Og Gísli missti af þessu líka. Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi?
Maður bara spyr...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2018 04:01 #6 by SPerla
Rétt er þađ ađ veltan lét bìđa eftir sėr og má međ sanni segja ađ hùn hafi komiđ á ögurstundu og því var sko fagnađ međ tilheyrandi öskrum :silly:
Einkar ánægjulegt, sèrstaklega þar sem veltan hafđi veriđ "týnd" í 2 ár en gott ađ hún sé ađ koma til baka.
Jamm veltan og stjörnurnar 3 standa upp úr hjá mèr annars var Steve Banks einstaklega þægilegur og ekki eins og mađur væri í stóru prófi.
Jamm og hand nú

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2018 22:17 - 03 jún 2018 22:19 #7 by Orsi
TIL hamingju öllsömul. Þarna var flínkur hópur sem fyrr. Eitthvað segir mér að veltan hafi látið bíða eftir sér í prófinu - en gefið sig að lokum - og stjörnum þar með rignt yfir hlutaðeigandi - með tilheyrandi fagnaðarlátum. En hvað er ég að skrifa skýrsluna?

Hvernig væri nú að heyra upplifun mannskaps af þessu öllu? Er ekki einhver sem vill gefa manni innsýn í þessa spennu? Koma svo.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2018 14:00 #8 by Sveinn Muller
Enn bættust við fjórir nýir BC 3* ræðarar í kayakklúbbinn. Að þessu sinni voru það þau Unnur Eir, Indriði, Sveinn Muller og Perla. Held mér sé óhætt að segja að Perla sé sigurvegari dagsins, en auðvitað erum við öll miklir sigurvegarar.
Við fengum frábæran dag með prófdómaranum Steve Banks. Fyrir utan það að meta hæfi okkar var Steve duglegur kenna okkur nýja tækni og benda okkur á atriði sem betur mættu fara, þá fengum við verðmæta umsögn frá honum í lok dags.

Að öðrum ólöstuðum er það ekki síst Gísla að þakka að nú er klúbburinn kominn með 8 nýja BC 3* vottaða einstaklinga í klúbbinn. Gísli hafði frumkvæði að þessu og ýtti okkur út í djúpu laugina. Þá hafa Guðni Páll, Örlygur, Lárus, Eymi og eflaust gleymi ég einhverjum, verið duglegir að aðstoða á æfingum hjá Gísla – eiga þeir einnig miklar þakkir skilið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2018 17:52 - 04 jún 2018 19:51 #9 by Gíslihf
Það er mæting í Geldinganesi fyrir síðari 3*hópinn þar sem við hittum Steve Banks í fyrramálið laugardag 2.6.2018 kl. 9.00.

Ég mæti en fer síðan á sjó með brjendum í námskeiði hjá mér kl. 10

Við óskum öllum að þe gangi vel.

Kv - Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum