Ed Martin - Hringróður 2018

01 júl 2018 11:13 #1 by Guðni Páll
Ed Martin tók ákvörðun á fimmtudaginn að hætt við Hringróður vegna mjög svo krefjandi aðstæðna á suðurströnd Íslands en hann var á Ingólfshöfða og var búin að vera þar í 2 vikur fastur og því var lítið annað að gera en að taka þessa ákvörðun.
Ég sótti hann á föstudaginn og í gær (laugardag 30.06) Hélt hann sínu ferðalagi áfram frá Reykjavík við rérum uppá Akranes og ætluðum okkur að fara í Hjörsey en vegna veður var ákveðið að segja þetta gott á skaganum.
En í norðan 5-8 M/S með þungri sunnan undiröldu í gær og er erfitt að eiga við svoleiðis þar sem Mýrarnar eru mjög erfitt skerjasvæði.
Í morgun hélt ég svo heim á leið og hann ætlaði sér að halda áfram.
En eftir um 10 mín róður sá ég að spot tækið hafði snúið aftur við á Akranes.
Og eftir stutt samtal tjáði hann mér að hann væri hættur róðri á Íslandi.
Erfið ákvörðun eflaust en ég skil hann vel eftir að Hringferð var ekki möguleiki er erfitt að halda sér andlenda rétt stilltum fyrir svona ferð og sérstaklega í erfiðum aðstæðum og frekar leiðinlegu veðurfari.
Því er ekkert eftir nema koma sér austur á Neskaupstað og sigla heim til Cornwall.

Meira síðar



kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2018 07:29 #2 by Guðni Páll
Það er nú lítið að frétta. Hann bíður af sér veðrið og er kominn aftur á Neskaupstað og gistir Það í skútu sinni.
En Kayak og annað er ennþá á Ingólfshöfða og ætlar hann að sjá hvað gerist næstu daga. Vonandi fær hann veður glugga og nær að klára þetta. En ekki þá er stefnan sett á Grindavík og halda ferð áfram þaðan.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2018 18:16 #3 by Gíslihf
Hvað er að frétta af ferðum Ed Martin ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2018 14:46 #4 by Guðni Páll
Núna er hann Ed Martin á hringferð umhverfis Ísland. Hann byrjaði á Neskaupstað, hann kom í Jökulsárlón um 11 leitið eftir róður frá Höfn. Eftir gott samtal við hann var ákveðið að halda áfram í Ingólfshöfða og það er enginn smá dagur ef þetta gengur upp. mínir reikningar segja um 90 km. En eftir símtal við Einar Rúnar í Ingólfshöfða þá fengust þær fregnir að veður væri afar gott og sjólag með besta móti á þessu svæði.
Ég mun reynar að fylgjast vel með honum og leyfa ykkur að fá fréttir. Einnig ætla ég að róa með honum ef tækifæri fæst.

Hérna er svo linkur á spotið hans

share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...a6rpACeflTRG6DRVK9gy

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum