Tjöldun í sjóróðrum

14 júl 2018 21:50 - 14 júl 2018 21:53 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Tjöldun í sjóróðrum
Við eigum nokkra möguleika á að framsetja svona upplýsingar:
1) Gps Tracks á okkar síðu sjá t.d. www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhle.../tracks/viewtrack/1-
2) Wikiloc síða kayakklúbbsins sjá t.d. is.wikiloc.com/kayak-slodir/breidafjordur-2015-10474422
3) Okkar Google-Map:) www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhleikur/ferdhaskyrslukort

sjá líka ;) Á sjókeip kringum landið

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2018 16:01 - 11 júl 2018 16:08 #2 by Gíslihf
Á Akranesi er opinbert tjaldsvæði við Kalmansvík þar sem gott er að lenda kajak. Þetta er víðast ekki svo, tökum sem dæmi Reykjavík, Húsavík eða Stykkishólm þar sem langt er að ganga með allan farangur og ekki hægt að hafa kajakinn hjá sér. Það væri gagnlegt að ná saman upplýsingum fyrir okkur um öll tjaldstæði nálægt sjó umhverfis landið og hversu langt er frá lendiingarstað upp á tjaldstæði. Við þekkjum að það er ekki létt að bera farangur sinn úr kjaka, enda er maður þá ekki útbúinn til göngu með allan búnað. Reyndar er skemmtilegast að hafa næturdvöl á skerjum, eyjum eða afskekktri strönd þar sem róðurinn ber okkur.

Með hliðsjón af náttúruverndarlögum (60/2013 gr. 22-24 með breytinum frá nóv. 2015) má þó gera ráð fyrir að landeigandi eða aðrir bendi á takmarkanir á heimild til að tjalda utan skipulagðra tjaldsvæða. Gott væri að rýna þessi ákvæði með til þess hæfum aðilum og ræða síðan við rétta aðila ef okkar aðstæður hafa gleymst. Það er ljóst að verið er að hugsa um ferðir í byggði og hálendi, en ekki á sjó, þegar textinn er lesinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum