félagsróður 26. 07

27 júl 2018 12:39 - 27 júl 2018 19:47 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic félagsróður 26. 07
Notalegur róður með mikilvægum æfingum - og alveg sléttur sjór. Ég er ekki sterkur í að muna nöfn og þvi er gott að taka æfingu og reyna að telja alla upp en a.m.k.. eitt vantar skv. talningu Lárusar:

Helga, Kolla, O Lilja, Unnur, Ásgeir, Gísli, Gummi Breiðdal, Lárus, Kristinn, Rad, Smári, Valli og frændi (Atli), Þormar og sonur (Þórhallur).

- og Harpa - takk fyrir ábendingu Lárus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2018 22:42 #2 by Larus
Replied by Larus on topic félagsróður 26. 07
Sextán ræðar mættu til leiks, frábært veður og sléttur sjór, rólegur og þægilegur kvöldróður.
Edge æfingarnar tókust vel - gott að æfa við svona aðstæður til að fá þetta inn i kroppinn.

Yngstu ræðararnir voru til fyrirmyndar,
litli frændi Valla sport Atli synti eins og selur i sjónum i kaffi stoppinu, nokkrir ræðarar stóðust ekki mátið og tóku sundssprett og þórhallur sonur Þormars stökk i land nokkrum sinnum og plokkaði rusl.

takk fyrir kvöldið
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2018 11:05 #3 by Olilja
Replied by Olilja on topic félagsróður 26. 07
frábært :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2018 10:19 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic félagsróður 26. 07
verða menn ekki að vera með hjálm þegar golfvellir eru í nágrenninu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2018 20:53 - 24 júl 2018 20:55 #5 by Larus
félagsróður 26. 07 was created by Larus
Boðið verður uppá viðráðanlegan róður fyrir flesta,
förum i austur áleiðis að golfvelli mosfellinga,
tökum einhvernstaðar land og drekkum kaffi eða eitthvað...............

Á leiðinni verður róið með ströndinni sem kallar á endalausar beygjur út og inn

Björgunaræfingar verða teknar á heimleið - heitur sjór og fínt á þessum árstíma.

Læt hér að vanda fljóta með eitt myndskeið frá body boat blade snillingunum
sem útskýrir það sem við ætlum að æfa.........)

Þeir sem ekki vilja æfa tækni róa bara eins og þeir vilja.




lg
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum