Byrjendanámskeið og "krefjandi aðstæður".

16 sep 2018 18:55 #1 by Unnur Eir
Gísli og Ingi, þessu var ekki beint til ykkar persónulega :-)
Hef heyrt það á tali sumra að fella eigi keppnir niður. En það er ekki keppnisfólkið sjálft sem talar svo.

Flott það sem þú ert að gera með kayakskólann.
Mæli með að profile-a fólk og ef þú færð nemendur sem hafa stundað áhættusport, um að gera að ýta þeim að ystu mörkum þægindahringsins. ÞAÐ skilar þeim í starfið okkar ;-)
Og sleppa allri umræðu um aflmun kynja. Það fælir ákveðinn hóp í burtu.

Annars hafði ég mjög mikið gagn og gaman af * og ** og *** námskeiðunum þínum :-D

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2018 18:19 - 16 sep 2018 18:31 #2 by Gíslihf
Þessi þráður sem ég byrjaði var ekki neikvæðnisumræða um keppnir, - heldur jákvæðnisumræða um námskeið - og smá dulið grobb í leiðinni :S

Að vísu gaf Ingi upp boltann með því að telja þetta krefjandi aðstæður fyrir keppnisfólk, en það er önnur umræða.

Ég er smám saman að færast nær því sjónarmiði að kennsla og þjálfun eigi alltaf að vera rétt, jafnvel þótt nemandinn sé ekki kominn á það stig að geta náð svo langt. Þannig er byrjendakennsla í miklum vindi hugsanlega ekki svo vitlaus. Eitt sem Steve segir okkur úr rannsóknum á hvernig við lærum hreyfifærni, er að undir álagi þá hverfum við aftur til fyrri stiga í námi og þjálfun. Það merkir að ef kennt er ranglega í byrjun, eins og börnum er oft kennt, eða byrjendum í flóknu atferli, þá hverfur þetta fólk aftur til rangra viðbragða þegar það lendir í álagi og 'panik' eins og við getum lent í á sjónum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2018 17:52 #3 by Unnur Eir
Mig langar til að svara neikvæðisumræðunni um keppnir.

Hver er æskilegur fjöldi keppenda í hvert sinn?
Hversu margir eru virkir í kayakróðrum?
Hvert er æskilegt hlutfallið milli þeirra sem stunda kayak og þeirra sem keppa?

Ég þekki fullt af golfspilurum, enginn af þeim keppir. Hlutfall keppenda vs iðkendur er ansi lágt.
Það þýðir ekki að ástæða sé að hætta alfarið keppnum í golf.

Fyrir mig og fleiri eru keppnir hvatning til að æfa meir og betur. Að hitta fólk úr öðrum klúbbum. Það er stemning í kringum þær.
Og þó svo að við séum alltaf sami hópurinn þá má segja að það er alltaf sami hópurinn sem keppir ekki.

Og af hverju þarf þá að taka keppnirnar af okkur hinum?

Takk keppnisnefnd fyrir að halda áfram ykkar starfi og sinna því vel :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2018 16:11 #4 by Ingi
Já það var heilmikill fjöldi í fjörunni í gærmorgun og flestir að læra undirstöðuatriðin í skólanum þínum Gísli. Við sem stundum þetta sport hér við strendur landsins þurfum að geta ráðið við aðstæður eins og voru þarna. Kayaksportið er í mínum huga fyrst og fremst að njóta þess að vera úti í náttúrunni og með skemmtilegurm félögum við hinar ýmsu aðstæður sem geta komið upp, stundum í góðu veðri og stundum ekki. En aðalatriðið er að allir komi heilir tilbaka. Þessvegna erum við í þessum félagsskap. Kayakklúbburinn er líka íþróttafélag og þarf þessvegna að halda keppnir. Kannski þar að endurskoða þann þátt klúbbstarfsins þar sem virkir ræðarar sjá sér ekki fært að mæta í keppnir sem eru þó haldar á vegum Klúbbsins.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2018 13:41 #5 by Gíslihf
Austanáttin í gærmorgun var um 8 m/s og dansaði þar upp og niður fyrir sem vænta mátti. Enda skrifar Ingi f.h. keppnisnefndar að aðstæður hafi verið krefjandi. Ég ætla ekki að andmæla því, en er þá afar hreykinn af þvi að hafa getað kennt fólki sem aldrei hefur róið kajak á sama tíma við slíkar aðstæður. í BC kennaraþjálfun var mér sagt að þetta gengi ekki, en við erum á roklandinu íslandi og verðum að lifa með því.

Reyndar hefur enginn þátttakandi viljað hætta við námskeið í sumar vegna veðurs. Það kemur svo í hlut kennarans að velja stað og aðferðir sem duga við slíkar aðstæður. Um daginn var ég með stærri hóp í vestanátt og öldu við fjöruborð og þurfti stöðugt að vera að ná fólki upp úr sjónum. Vinstri framhandleggur var líklega tognaður á eftir, en með nuddi og teygjum komst ég á sjó næsta dag og notaði tilefnið til að tala um að maður rær ekki með vöðvum handleggjar.

Kennsluaðferðir breytast með reynslunni og eitt hentar mér og annað þér, en nýjasta ráð mitt er að láta byrjendur vaða útí með ár í hendi og kynnast samspili vatns og árablaðs áður en sest er í kajakinn. Það gefur nokkra forgjöf. Annað sem hefur reynst vel við veltukvíða er að gera æfingar við fjöruborð þar sem byrjandinn fer í kaf og er orðinn blautur hvort er eð og það er alveg óþarfi að setja svuntu á í byrjun ef það veldur innilokunarfælni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum