milli lægða róður

20 okt 2018 15:55 #1 by Helga
Replied by Helga on topic milli lægða róður
Það hafði enginn heyrt í róðrastjóra dagsins og hann lét ekki sjá sig en við áttum aldeilis góðan róður. Góðan bata Svenni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2018 14:45 #2 by SAS
Replied by SAS on topic milli lægða róður
Og hvar var róðrarstjórinn?

Mín afsökun að mæta ekki, er flensuskítur sem ég er að losna við.

Kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2018 13:44 #3 by Ingi
milli lægða róður was created by Ingi
Það var fáment en góðment í morgun. Við Gísli H.F, Palli, Kiddi, Indriði og Helga smeygðum okkur listilega á milli tveggja djúpra haustlægða. Fengum lens og smá glens á leiðinni frá Fjósaklettum vestufyrir Geldinganes og að Þerney og svo komið í land austanmegin. Frekar hlýtt en vindur fór uppí 10-15ms af SV. og tæpir 10 km að baki. Fult af margæs, æðarfugli og nokkrar hávellur ásamt einum sel sem varð ekki um sel þegar hann sá okkur koma aðvífandi.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum