Fræðslukvöld um ofkólnun í boði SJÓR

15 nóv 2018 12:13 #1 by Gíslihf
Þetta var vel sóttur viðburður með líklega 100 manns í fyrirlestrarsal og mátti þar þekkja nokkra úr hópi sjókajakræðara. Þrír fræðimenn fluttu áhugverða fyrirlestra, sem í senn voru fræðilegir og persónulegir. Eins og vænta mátti var mikið fjallað um hve dásamlegt og heilsueflandi það er að iðka sjósund en ekkert minnst á hve frábært er að róa við strendur landsins. Við þorðum ekki að gera neina atthugasemd enda hefðum við umsvifalaust verið kældir niður :ohmy:

Ef okkur grunar að einhver sé í hættu vegna ofkólnunar, t.d. eftir sund, björgun úr sjó eða aðra vosbúð þá er best að ávarpa þann kalda. Eigi hann erfitt með mál eða hafi ekki stjórn á hreyfingum og eðlilegum viðbrögðum gæti það verið vísbending um ofkólnun. Oftast er best að veita skjól og hlýju, skipt um blaut föt ef hægt er, gefa hlýjan drykk með sætindum ef það gengur. Ekki er rétt að láta þann kalda hita sig upp með áreynslu og enn síður með áfengi. Við sem tökum að okkur hóp eigum að hafa með búnað eins og hlýtt höfuðfat, skjóltjald, heitt á brúsa og orkubita. Þetta á við um væga ofkælingu, alvarleg ofkæling er ekki á færi leikmanna.

Landlæknisembætti hefur gefið út leiðbeiningar sem sjá má hér: www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2771/2781.pdf
The following user(s) said Thank You: gsk, Helgi Þór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2018 16:29 #2 by Hordurk
Mæti á fyrirlesturinn, takk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2018 13:33 #3 by SPerla
mæti líka

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2018 10:11 #4 by gsk
Flott framtak og takk fyrir boðið. :)

Mæti.

kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 nóv 2018 16:51 #5 by Gíslihf
Takk fyrir boðið - ég ætla að mæta.

Ég var að endurnýja skyndihjálparskírteini á 12 tíma námskeiði RKÍ um helgina en slík námskeið eru almenns eðlis og lítillega er minnst á ofkælingu.
Við sem tökum ábyrgð á ræðurum á sjó þurfum nánari fræðslu um atriði eins og ofkælingu og drukknun og vafalaust eitthvað fleira, en það er ekki í boði á almennum námskeiðum. í skyndihjálp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 nóv 2018 13:09 - 12 nóv 2018 15:45 #6 by sjorrvk
Miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:15 mun SJÓR halda fræðslukvöld um ofkólnun og hvað er að gerast í líkamanum við þær aðstæður. Eins verður farið yfir viðbrögð við ofkólnun og sjósund.
Fyrirlesturinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101.

Gestir fundarins eru m.a.:
Þórarinn Sveinsson prófessor í lífeðlisfræði við HÍ fjallar um kólnun og hvað er að gerast í líkamanum.
Björn Rúnar Lúðvíksson ónæmislæknir og Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir, en þau stunda bæði sjósund.

Það er mikið öryggisatriði að sem flest sjósundsfólk fræðist um þetta. Við hvetjum ykkur, það gerir okkur öll öruggari í sjónum.

Allir velkomnir, skráningar hér í viðburðinn vel þegnar til að við höfum hugmynd um fjölda og húsnæðisþörf. Sjór býður bæði meðlimi félagsins og aðra velkomna án endurgjalds.
www.facebook.com/events/551617148640276/

f.h. stjórnar SJÓR
SJÓR Sjósund- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur
Magnea

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum