Rispað trefjaplast

21 nóv 2018 08:57 - 21 nóv 2018 08:58 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Rispað trefjaplast
Þetta topcote var rest af efni sem gekk milli okkar Andra og Guðna Páls og er líklega komið frá Trefjum Hafnarfirði. Það fór hálfur lítri á botninn og 2% herðir gerir 10 ml í það magn.

Það væri ráð að ræða við Trefjar en ég vona að einhver geti svarað þessu betur en ég

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2018 00:33 #2 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Rispað trefjaplast
Flott, þetta var gagnlegt. Hvar fæst topkót, það er lítið af svona löguðu í byggingavöruverslunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2018 23:35 - 21 nóv 2018 11:27 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Rispað trefjaplast
Ef gelcote lagið er þykkt og rispurnar grunnar getur þú slípað með sandpappír fyrst grófum síðan fínum + bónlag. Ef sumar rispur eru djúpar má hreinsa þær sér með hnífsoddi og Acetoni, slípa blettinn og bera topcote á, sem svo þarf að slípa.

Annars er bara að slípa allan botninn niður, hafa kajakinn á góðum búkkum á hvolfi, líma á sjólínukantana teip með kraga af pappír, blanda herði í topcote og rúlla með lítilli (ca 10 cm) rúllu allan botninn, rúlla aftur upp frá hliðunum það sem vill leka til - allt á 10-15 mín. áður en blandan harðnar. Hitastig í bílskúrnum þarf að vera 15-20 °C - of heitt þá harðnar fyrr, og herðir í mínu tilviki var 2% og þarf að mæla ml nákvæmlega í mæliglasi. Meiri herðir þá styttist tímínn, allt of lítið eða mikið þá harðnar blandan ekki. Slípa allt t.d. næsta dag með 400 og upp í 2000 + gott bón.

Mikilvægt er að hafa grímu með gassíu við þessa vinnu - fæst í Dynjanda. Eðlilega þarf botninn að vera hreinn og best að taka skeggið af handföng og skrúfur eða annað dót.

PS: Ekki hika við að leiðrétta mig ef þörf er, en ég er nýbúinn að gera þetta á mínum gamla Explorer.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2018 16:47 #4 by bjarni1804
Heilt og sælt veri fólkið.

Hafa einhver ykkar lagað rispur á trefjaplastbáti ?
Ég á ekki við skemmt og brotið gelkót heldur bara rispur eins og verða þegar bátur dregst, t.d. í sandi.
Aceton dugir vel til hreynsunar og að ná litaröndum af, og bón fyllir sjálfsagt í rispur, en hafa einhverjir staðið í því að "sparsla" í rispur áður en bónað er ?
Á youtube hef ég séð staðbundnar rispur fylltar með gelkóti, og svo slípað niður, en mér hugnast það ekki alls kostar til að flikka upp á mest allan botninn.

Kv.
Bjarni Kr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum