Breiðafjörður 10-12. ágúst 2007

15 ágú 2007 15:24 #1 by StefanSnorri
Við Hildigunnur þökkum samferðarmönnum okkar fyrir frábæra ferð, sem er ein sú besta sem við höfum farið í. Sérstakar þakkir til Reynis fyrir góða leiðsögn. Ennfremur til Sveins Axels fyrir góðar ljósmyndir á vefnum en ég var ekki með myndavél í þetta sinn.

Bestu kveðjur,
Stefán Snorri og Hildigunnur Har.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2007 17:36 #2 by Orsi
Þetta var frábær ferð. Hæfilegur heildarróður, 40 km og félagar fjórtán. Rauðseyjar voru mjög áhugaverðar heim að sækja og hápunktinum var náð þegar brennikubbur ferðarinnar var dreginn fram. Áningin í Fitjarey líka ógleymanleg og síðan lokakaflinn í 40 cm freyðandi hliðaröldu, svona til að bleyta stakkana.
Merkir staðir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um áður, s.s. sjóstöðin að Skarðsstöð og kirkjan á Skarði að ógleymdum liðnum Íslendingum, sem þarna settu mark sitt á umhverfið í gegnum aldirnar. Glimrandi fín skipulagning Reynis T. klikkaði ekki fremur en fyrri daginn. Magnaðar myndir þegar farnar að líta dagsins ljós. Smotterí af óskilamunum fundust klúbbtjaldinu í Skarðsstöð. Kippti því með og kem því í Geldinganesið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2007 13:36 #3 by msm
Bestu þakkir til allra ferðafélaga fyrir einstaklega góða ferð í Breiðafjörðinn. Magnús S. M.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2007 03:20 #4 by SAS
Takk fyrir góða ferð. Setti inn nokkrar myndir á picasaweb.google.com/SveinnAxel/KayakBreidafjordur2007

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2007 18:38 #5 by Gíslihf
Sælir ferðafélagar og aðrir kayakfélagar.
Þá er lokið þessari ágætu ferð um lítinn hluta Breiðafjarðareyja, norður af Skarðsströnd. Breiðafjörðurinn er sönn auðlind fyrir sjókayak og náttúruskoðun og vel undirbúin ferð eins og þessi undir yfirvegaðri stjórn Reynis Tómasar er menningarferð. Við skyggnumst inn í lífskjör fyrri kynslóða og náttúru sem líklega enn mjög lík því sem þá var og skoðum minjar og dýralíf.
Góðir ferðafélagar, sameiginlegt kvöld við grill og varðeld auk þess að fást við öldu, straum og siglingafræði er okkur svo hvatning til að bæta færni okkar á öllum þessum sviðum.
Ég vænti þess að fleiri eigi eftir að tjá sig um ferðina og birta tengla á myndir.

Kveðja,
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2007 02:36 #6 by SAS
Það er laust pláss fyrir einn bát hjá mér. Verð með auka kayakfestingar.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2007 02:34 #7 by Reynir Tómas
Þeir sem koma eru:

Reynir T. Geirsson, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, Stefán Már Stefánsson, Grímur Kjartansson, Catherine Mercy, Magnús Magnússon, Sveinn Axel Sveinsson, Þórólfur Matthíasson, Finnbogi Guðmundsson, Sigurður Karlsson,
Gísli H. Friðgeirsson, ellefu knáir ræðarar, í norðan og norðaustan mest 3-4 og þurrt með sól á sunnudag skv. Veðurstofu og Belgingi, lofar góðu.
Gísli hafðu samband við Sigurð s. 554 4015 eða 864 4015, sem er með möguleika á að taka þig með í heimferðina, hefur líka pláss norður á Skarðsströndina og til vara höfum við örugglega einhver ráð með að bæta einum báti ofaná einhvern bílinn.

Sjáumst hress, kannski einhver fleiri í spennandi ferð út í eyjar og landsvæði sem teljast fáfarnar slóðir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2007 02:32 #8 by Reynir Tómas
Þeir sem koma eru:

Reynir T. Geirsson, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, Stefán Már Stefánsson, Grímur Kjartansson, Catherine Mercy, Magnús Magnússon, Sveinn Axel Sveinsson, Þórólfur Matthíasson, Finnbogi Guðmundsson, Sigurður Karlsson,
Gísli H. Friðgeirsson, ellefu knáir ræðarar, í norðan og norðaustan mest 3-4 og þurrt með sól á sunnudag skv. Veðurstofu og Belgingi, lofar góðu.
Gísli hafðu samband við Sigurð s. 554 4015 eða 864 4015, sem er með möguleika á að taka þig með í heimferðina, hefur líka pláss norður á Skarðsströndina og til vara höfum við örugglega einhver ráð með að bæta einum báti ofaná einhvern bílinn.

Sjáumst hress, kannski einhver fleiri í spennandi ferð út í eyjar og landsvæði sem teljast fáfarnar slóðir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2007 01:45 #9 by Gíslihf
Ég ætla að koma á laugardagsmorgni, fæ að sitja í hjá eiginkonunni sem er að fara til Akureyrar. Þess vegna vantar mig far til baka til Reykjavíkur fyrir mig og kayakinn. Vonandi leysist það - ég hef með mér böndin og get einnig tekið festingar af bílnum þegar við hittumst.
Kveðja,
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2007 03:39 #10 by Reynir Tómas
Takk fyir Steini, munum sakna ykkar Auðar, en............ alls eru 205 heimsóknir á þessa kork tilkynningu, 3 hafa svarað og 6 öruggir þátttakendur, sem örugglega mun eiga góða ferð,-

HVAÐ ER AÐ GERAST MEÐ MANNSKAPINN ?<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/08 23:41

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2007 14:45 #11 by Steini
Verð fjarri góðu gamni, á þvælingi yfir Atlandsála milli Liverpool og N.Y.
Góða ferð í Breiðafjörðinn;)<br><br>Post edited by: steini, at: 2007/08/08 10:46

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2007 02:58 #12 by Reynir Tómas
Gott að heyra frá þér Magnús, það er að bætast í hópinn,
einhverjir koma á laugardagsmorgun og þá þarf að fara úr Reykjavík kl. 06.30 til að ná á 3 klst vestur (2 og 1/2 klst er lágmark), þ.e.a.s. fyrir brottför frá Skarðsstöð um kl. 09.30-10.00. Veðurútlitið er gott, 3-4 metrar á sek. í vindi af norðaustri eða norðri og 11-13 stiga hiti, rétta áttin, sérlega fyrir sunnudaginn:) .<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/07 23:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2007 00:50 #13 by msm
Vil bara lata vita ad eg hyggst maeta i ferdina ef vedur leyfir. Magnus S. M.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2007 15:27 #14 by Reynir Tómas
10.-12. ágúst. Breiðafjarðarferðin sem farin hefur verið helgina eftir verslunarmannahelgi á vegum Ferðanefndar verður að þessu sinni frá Skarðsstöð á Skarðsströnd í Rauðseyjar, Rúfeyjar og Djúpeyjar að Klofningi.

Þetta er ferð á sjóbátum fyrir sjómenn og straumvatnsmenn, róður sem er meðalerfiður og krefst ekki mikillar reynslu en er frábær útivist. Að þessu sinni er róðið aðeins meira fyrir opnum firðinum, en mikið af skerjum og smáeyjum er þó á svæðinu. Vanir ræðarar eru alltaf með í för:) .

Áformað er að hittast á föstudagskvöldi 10. ágúst við Skarðsstöð neðan við kirkjustaðinn fornfræga, Skarð á Skarðsströnd. Farið er í Búðardal og áfram í Saurbæinn, en þaðan beygt á veg 590 út Skarðsströndina. Beygt rétt áður en komið er að Skarði niður afleggjara til hægri þegar ekið er út Skarðsströndina úr Saurbæ, en einnig má fara inn Fellsströnd og svo norður fyrir Klofning og inn Skarðsströndina. Við megum tjalda við litlu höfnina Skarðsstöð, þar sem eru ágætir grasbalar við höfnina og vatn í krana á hvítum litlum hafnarkofa. Bílum verður lagt í gamlan húsgrunn þar sem hestar komast ekki að þeim. Leyfi fyrir að tjalda þarna og í eyjum er góðfúslega fengið hjá Kristni bónda á Skarði. Kirkjan á höfuðbólinu Skarði etv. skoðuð um kvöldið. Einhverjir fara líka um kvöldið með 2-3 bíla að Kvenhólsvogi á Klofningi sunnanverðum til að unnt sé að sækja hina bílana á sunnudeginum.

Mögulegt er að einhverjir vilji lengja róðurinn með því að róa á útfiri á föstudagskvöldi frá Tjaldanesi innarlega á Skarðsströndinni og út í Skarðsstöð (20 km), en þá þarf að fara af stað á háflóði um kl. 18. Vinsamlega látið mig vita svo ég geti leiðbeint um hvar þarf að fara að sjónum og til að ég geti rætt við bóndann þar, sem eins og Kristinn á Skarði tekur ræðurum vel.

Reiknað er með að fara af stað milli flóðs (sem er um kl. 06.30) og fjöru næsta morgun út í Rauðseyjar (þ.e. lagt af stað 09.30 - 10.00). Rauðseyjar voru í byggð til 1945 og þar er enn að sjá heillega hlaðna vör frá 19. öld, “dokkuna”. Þar verður tjaldað og farið um síðdegið eða næsta dag, sunnudag, út í Rúfeyjar þar sem einnig var lengstum byggð. Síðan inn að svonefndum Djúpeyjum (eða Hafnareyjum) og inn með sunnanverðri Skarðsströnd að Klofningi og suður yfir Þröskuldana milli Langeyjarness og Efri-Langeyjar inn í Kvenhólsvoginn. Áætlað samtals um 25 – 30 km, en má lengja með því að fara í svonefnd Suðurlönd aðeins norðvestan við Rauðseyjar eða í Akureyjar.

Sjá nánar á Breiðafjarðarkorti: www.breidafjordur.is/Breidafjardarnefnd/Verndarsvaedid/kort.htm
Bílarnir sóttir á sunnudeginum út á Skarðsströnd.

Sjókajaka og allt sem þeim fylgir þarf að hafa, þ.m.t. tjöld, svefnpoka, prímusa, nesti, nestisdrykki, skemmtiefni, brennikubba, sjónauka, landakort, GPS og myndavélar. Takið með vatn, því það er af skornum skammti í eyjunum. Umsjón: Reynir Tómas, s.824 5444, eða 553 1238, reynirg@landspitali.is eða marest@tv.is

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/04 11:29

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/04 12:03

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/04 12:05<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/08/07 23:04
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum