Reknir úr Öldunni

07 ágú 2007 13:01 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Reknir úr Öldunni
Já Jói hefur eiginlega hitt naglan á höfuðuð. Árekstrar kayakmanna og stangveiðimanna er árlegur haustboði í Hvítánni. Það besta sem við getum gert er bara að láta þá í friði og leika okkur í öldunni ef hún er góð. Við höfum margsinnis reynt að tala við þá sem eru að veiða þarna, en sjaldan náð að sannfæra viðkomandi um að við séum ekki að skemma fyrir honum daginn. Það er líklega best að láta bara sem að maður sjái ekki veiðimennina.
Við erum í fullum rétti á ánni þannig að ekki láta þá reka ykkur í burtu.
Passið ykkur bara á því að þeir fari ekki að henda í ykkur steinum eða veiðarfærum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2007 21:07 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Reknir úr Öldunni
Bara að segja honum að halda kjafti! Eflaust einhver aumingi sem hefur ekki efni á leyfi í alvöru laxveiðiá og finnst upplagt taka sín eigin blankheit og aumingjaskap út á okkur. Við lentum einmitt í einum svona hálfvita fyrir tveimur árum - ægilegur laxveiðimaður sem stóða þarna á bakkanum í hvitum strigaskóm með uppábrot og reif kjaft. Best að segja ekki neitt - láta sem þið heyrið ekki í þeim - nú ef ykkur finnst þið verða að segja eitthvað - þá bara \"grjóthaltu kj...\" og halda svo áfram að leika ykkur.

Þessi aðferð er aldagömul og hefur margsannað sig í gegnum tíðina - á hálfvita.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2007 05:14 #3 by StebbiKalli
Tókum skemmtilegt run frá Brattholti í Hvítánni í smá bónus vatni núna á laugardaginn. Ferðin var hin skemmtilegast, en kom heldur betur á óvart þegar veiðimaður fór að öskra á okkur þar sem að við ætluðum að fara að leika okkur í öldunni. Var nú ekkert ofboðslega hress kallinn en benti okkur á að við værum að eyðileggja fyrir honum laxveiðina. Við vildum nú veiðimanninum ekkert illt og sannfærðum sjálfa okkur um að aldan væri nú ekkert spes akkúrat núna og héldum áfram ferðinni. Ekki held ég að þetta hafi verið best dagur veiðimannsins en stuttu seinna kom Mummi með hóp af fólki og geri ég ráð fyrir að veiðimaðurinn og veiðifélagi hans hafi nú ekki verið sáttir með það.

Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum