Langisjór 17.-19 ágúst

17 ágú 2007 15:18 #1 by Páll R
Þá - er - það - á - kveð - ið!

Mér telst til að þátttakendur sem hafa meldað sig séu átta. Það eru Páll, Stefán Már, Hörður og Sævar að viðbættum fjórum með öllu frá Akureyri, þeim Gumma H og félaga og Fúsa og félaga.
Fúsi og félagi ætla að gista í tjaldi í nágrenni Langasjós. Það er því pláss fyrir alla hina í skálanum.

Það er tilvalið að hafa með sér brennikubb. Það er ENGINN eldiviður á staðnum.

Sjáumst!

P.S. Ef einhverjir koma fyrr en ég í Hólaskjól þá er bara að spyrja eftir skála á mínu nafni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2007 14:50 #2 by Sævar H.
Þetta eru fínar tímasetningar hjá þér Páll
Sjálfur er ég spenntari fyrir að gista í skála í nótt og panta því eitt pláss , en ef ekki verður næg þátttaka í skála þá er tjaldið í fullu gildi.
Er ekki rétt að hafa með brennikubb fyrir varðeldinn ?

Sjáumst í Hólaskjóli í kvöld.:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2007 13:27 #3 by Stefán_Már
Lýst vel á þetta. Er alveg til í að gista í skála, ekki hvað síst ef ég verð seint á ferðinni í kvöld. En ef enginn annar sýnir áhuga þá verð ég bara í tjaldi eins og hinir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2007 03:27 #4 by Páll R
Pantaði skála sem tekur 8 manns.

Ekki er nú nákvæmlega tímasett hvenær hittast skal í Hólaskjóli, en heppilegast væri að það yrði fyrir myrkur á föstudagskvöldið. Er ekki orðið dimmt um tíuleytið?
Ég myndi ekki vilja vera seinna við Langasjó en kl. 11:02 á laugardagsmorgni. Ég held að megi reikna með 1-1.5 klst akstri frá Hólaskjóli að Langasjó.
Hvernig hljómar þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 22:50 #5 by gholm
Replied by gholm on topic Re:Langisjór 17.-19 ágúst
Tvö í viðbót frá Akureyri. Erum í \"borg óttans\" svo við komum úr suðri. Lýst vel á að gista í Hólaskjóli.
Páll pantaðir þú bara fyrir þig eða fyrir hóp?

Sjáumst hress
kv. Gummi 858-6370 B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 22:31 #6 by Sævar H.
Það skipast fljótt veður í lofti.

Nú hef ég ákveðið að fara með í róðurinn á Langasjó. Það er enginn leið að sleppa þessu tækifæri.
Mér lýst vel á að hittast í Hólaskjóli.

Hvenær er ráðgert að verða þar og hvenær er ráðgert að vera kominn að Langasjó að morgni laugardags ?

Nú er allt að gerast...veðurútlit gott ...bjart sól og stillt :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 22:05 #7 by Fúsi
Replied by Fúsi on topic Re:Langisjór 17.-19 ágúst
Við norðanmenn komum til með að fara Sprengisandsleið og beint að Langasjó og gista í tjaldi þar eða þar nálægt, hvenar er áætluð sjósetning á Laugareginum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 21:33 #8 by Sævar H.
Því miður kemst ég ekki í þessa ferð á Langasjó
Var að lenda nú í þessu etir 1 mán. ferð um USA og Kanada og því ekki í stakkinn búnn að róa Langasjó:sick:
Páll Reynisson hefur tekið forystuna og er það vel.:P

Óska ræðrurum góðrar ferðar á þetta frábæra róðrarsvæði<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/08/16 18:06

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 20:48 #9 by Stefán_Már
Það er frábært að ég geti fengið far með þér Páll eftir að minn bíll fer ekki lengra. Mér lýst vel á að fara í Hólaskjól á föstudaginn og stytta keyrsluna á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 20:19 #10 by Páll R
Í upphafleg áætlun var gert ráð fyrir gistingu í Hrífunesi aðfararnótt laugardagsins. Það segir reyndar á vefsíðu Hrífuness að þar sé tjaldstæðið opið til 15. ágúst. Þar er einnig möguleiki að fá skála.
Hins vegar má alveg athuga þann möguleika að gista í Hólaskjóli séu menn ekki þeim mun seinna á ferð. Þangað er fært fólksbílum. Það er þá 45 km styttra að Langasjó á laugardaginn.
Spáið í þetta.

kveðja/Páll R, s: 6986748

P.S. Sjá www.holaskjol.is/
og www.hrifunes.is/

Smáviðbót: ég bókaði til öryggis lítinn skála í Hólaskjóli(2400 kr á manninn), svona ef mönnum líst vel á þessa ráðagerð. Ekkert mál er að afpanta eftir hádegi á morgun. Látið mig vita hvort einhverjir hafa áhuga á þessu. Svo eru þarna auðvitað tjaldstæði.<br><br>Post edited by: Páll R, at: 2007/08/16 16:35

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 15:30 #11 by Páll R
Þetta lítur vel út. Alla vega 4 þátttakendur.
Það hljóta að vera einhver ráð að koma Stefán Má upp eftir. Þótt minn bíll sé lítill ræður hann við tvo báta og farþega. Líklegt er að aðrir geti einnig hlaupið undir bagga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 13:39 #12 by Stefán_Már
Ég hef áhuga á að róa Langasjó en vantar far fyrir mig og bátinn. Ég er á fólksbíl og skilst að það sé ekki hægt að komast alla leið á honum svo mig vantar far eftir að fólksbílafæri sleppir.

Er pláss með einhverjum?

Stefán Már
846-3966
stefanmar@natkop.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 02:30 #13 by Fúsi
Replied by Fúsi on topic Re:Langisjór 17.-19 ágúst
erum núna 2 frá AEY :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2007 00:17 #14 by Fúsi
Replied by Fúsi on topic Re:Langisjór 17.-19 ágúst
Ég hef áhuga á að fljóta með, er á Akureyri...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2007 23:54 #15 by Hordurk
Ég stefni á að fara í þessa ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum