Bessastaðabikar þ. 25 ág.

28 ágú 2007 20:44 #1 by Tryggvi Tr.
Það gleður mig að heyra hvað allir voru ánægðir með daginn.
Ég hefði aldrei komist þetta í þessu veðri og öldulagi nema til elta þá beztu. Þrjóskan hjálpaði líka til !

Allir sem ég hef rætt við taka undir með Halla að þetta sé skemmtilegasta brautin (fyrir utan Hvammsv.maraþon) og ómissandi í íslandsmeistarakeppni næstu ára.

Bæajarstjórnin á Áftanesi er okkur mjög hliðholl og vonast ég til að færa ykkur margar jákvæðar fréttir í framtíðinn frá starfinu hér.

Baldur meðstjórnandi minn í Sviða stendur eins og klettur m. okkur þó hann skorti enn æfingu til að kljást við færi eins og s.l. Laugardag.

Guðrún (forstjórinn minn) sér um landleguna, veitingar, skemmtun og passar upp á að allir njóti sín. Heppinn ég.

Beztu þakkir fyrir góða samveru.<br><br>Post edited by: Tryggvi Tr., at: 2007/08/29 20:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2007 19:11 #2 by Heida
já takk fyrir mig þetta var nú bara skemmtilegur og krefjandi róður. Sísúss held ég hafi verið örugglega 30mín að róa síðustu 500metrana.

Takk fyrir lánið á bátnum og meiriháttar bakkelsi í lokin :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2007 18:14 #3 by Orsi
www.alftanes.is/pages/tilkynningar-fra-b...tadahreppi/nr/60408/

Sveitarfélagið er með myndskreytta frétt á heimasíðu sinni. Sé ekki betur en að gullverðlaunahafinn í kvennaflokki, Heiða, sé þarna á neðri myndinni. Ansi töff.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2007 14:59 #4 by halldorbj
Takk fyrir frábæran dag. Sjólagið var einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Ég var að vísu síðastur en ég skemmti mér konunglega alla leiðina.
Í þessari keppni, eins og aðstæður voru, var aðalatriðið að taka þátt en ekki að vinna.
Með kveðju
Halldór Björnsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2007 13:55 #5 by GUMMIB
Já þetta var alveg frábær keppni takk fyrir mig sérstaklega Tryggvi og Guðrún vel gert.

Mjög skemmtileg braut sem bauð uppá nánast öll afbrigði af róðri. Svo var maður meira að segja
mynntur á að leik er ekki lokið fyrr en það heyrist í flautunni. :(

Kveðja Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2007 13:35 #6 by Ingi
Þetta var sennilega síðasta keppnin sem sá Heimasmíðaði tekur þátt í.Ömurlegt að þurfa að snúa við vegna veðurs og sjá Heiðu og Halldór svífa frammúr. Halldór lofaði að gera það ekki aftur.:pinch:
(Sá handsaumaði er á leiðinni en óvíst um komutíma.)
Kv.Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2007 01:22 #7 by Steini
Verst að geta ekki fylgst með til enda, þurfti að fara þegar hæðst stóð. Það er ljóst að þetta getur orðið krefjandi keppnisbraut, enda, á sínum tíma hröktumst við undan veðri með keppnina inná Geldinganes eftir að hafa haldið hana þarna fimm vor í röð, ber þetta kannski vott um hvað mönnum hefur farið fram í sportinu, hver urðu annars úrslitin ??

Þótt við látum nærri um hver verður íslandsmeistari karla á sjó þetta árið, væri þá ekki ráð að birta stöðuna, svo menn geti nú spáð í hana og þá hvernig mætti bæta hana persónulega um næstu helgi ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2007 01:01 #8 by Halli.
Frábær keppni og vel að öllu staðið hjá sviðamönnum. þetta stefnir í að verða ein skemmtilegasta og mest krefjandi brautin í íalandsmeistarakeppninni á næsta ári ,(fyrir utan maraþonið auðvitað). þegar straumurinn í skógtjörninni verður með og ef veðurguðirnir bjóða uppá vestlægar áttir er þetta alvöru sjókayakkeppni sem enginn ræðari ætti að láta framhjá sér fara! Þarna reynir svo sannarlega á fleira en bara að geta róið þindarlaust.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2007 23:08 #9 by Orsi
Ég þakka líka. Frábær umgjörð hjá Sviða og stórskemmtilegur róður í líflegasta sjólagi. Heilmiklar sviptingar í keppninni með miskunnarlausum framúrkeyrslum og tilheyrandi spennu. En andskoti nálgaðist markið undarlega hægt þarna í mótrokinu í blálokin.
Kaffiteitið hjá veltuhetju dagsins, Tryggva, og Guðrúnu var punkturinn yfir i-ið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2007 21:42 #10 by Sævar H.
Þetta varð alveg hörkuróður,Bessastaðabikarinn.
10-14 m/sek af VSV með tilheyrandi sjólagi og vindálagi.
8 keppendur þaraf ein kona þreyttu róðurinn.
Keppnin gaf áhorfendum hina bestu skemmtun og spennu.
Einkum varð hörkukeppni um annað,þriðja og fjórða sætið.
Mótshaldari birtir örugglega röð og tíma keppenda innan tíðar.. Takk fyrir daginn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2007 19:25 #11 by GUMMIB
Ég reikna með að mæta líka.

Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2007 22:11 #12 by Ingi
Því miður er handsaumaði gripurinn ókominn. Ég vona að hann komi með haustskipinu.
:S :S
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2007 18:09 #13 by Páll R
Ég reikna með að vera með.

kv/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2007 17:56 #14 by Sævar H.
Enginn keppni er án áhorfenda og mun ég sinna því hlutverki.:lol:

Ég sakna þess að Ingi skuli ekki vera á heimasaumaða grænlandsfarinu...er sá farkostur enn ókominn ?:ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2007 17:28 #15 by Orsi
Skjótt mun ek upp standa ok hrinda skipi. Ek þykkjumsk mæta til leika og það mjök.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum