Róður 17 mars

27 mar 2007 17:48 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Róður 17 mars
Spurning hvar tveggjamanna straumvatsbáturinn er ??
Er hann ennþá hjá Hvergerðingunum ??
Upplagður í laugina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2007 16:09 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:sundpóló
Rífandi góð mæting á laugaræfingu í gær. Sjaldan skemmt mér eins vel í sundpólói. Það sýndi sig að sjóbátar geta verið með líka, fínt að hafa þá í markinu. ;)

Annars kviknaði sú hugmynd að fara æfa tveggjamanna veltur á tvöfalda klúbbbátnum. Spurning um að spúla hann svolítið og drífa hann í laugina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2007 23:24 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Róður 24. mars
Ólíkt höfumst við að kayakfólkið nú um stundir.
Ég var eftir hádegi í dag þ.24.03 staðsettur á alveg stórmerkilegum fyrirlestri um \" Eldfjallaþjóðgarð á Reykjanesi \" Þar hélt , ásamt fleirum, kayakkonan Ásta Þorleifsd.jarðfræðingur alveg innblásinn fyrirlestur . Sjálfur var ég meðal áhugasamra áheyrenda og Þórsteinn okkar Jónsson kvikmyndaði herlegheitin. Alveg ótrúlega áhugavert efni, þó á þurru landi sé. Utandyra beljaði regnið með > 20 m/sek vindhraða.:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2007 22:48 #4 by Hannes
Replied by Hannes on topic Re:Róður 24. mars
Skemmitleg ferðalýsing. Þess má geta að skv. vedur.is þá mældi veðurstöðin í Geldinganesi vindhraða í 15 m/s eftir hádegi með vindhviðum sem fóru um og yfir 20 m/s. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2007 18:47 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Róður 24. mars
Ekki var maður með miklar væntingar fyrir róðurinn í morgun miðað við veðrið, en viti menn, fimm manns mættu til leiks auk formannsins sem blessaði hópinn áður en ýtt var frá skor og stefnt út á úlfgráan sæinn í lofti allþrútnu. Rérum við með landi áleiðis að Blikastaðakró og þaðan inn að ósum Korpu þar sem tekið var land. Árvíti hvasst úr suðvestri seiseijú, en við fundum skjólgóðan stað og drógum upp kleinubita og kaffidreitil.

Á heimleiðinni hafði vindinum vaxið ásmegin með vaxandi öldu, þótt eigi kæmi það að sök á meðan flokkurinn hélt sig nálægt landi. En það er nú eins og það er, alltaf þurfa einhverjir að nota tækifærið og æfa sig í pusinu. Fyrr en varði voru tveir félaganna komnir á lensinn langt frá landi. Annar snéri við er hann hafði fengið nægju sína og þá tók hinn við og stefndi öllu einbeittari til hafs og skemmti sér dável. \"Látum nú geisa Gamminn,\" segir Skarphéðinn í Njálu um samnefndan knerri sinn í þrumusiglingu milli Noregs og Íslands, en hann hefði bara skammast sín við að sjá hin glæsilegu tilþrif kayakræðarans eins og á stóð í umrætt sinn. En skyndilega kom þar að bátnum hvolfdi og sægammur vor lenti á sundi. \"Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávardrífa,\" flaug í gegnum huga hans - eða ekki. Allt um það, mannshöfuð og snjóhvítur kjölur skoppuðu milli öldutoppa þar til rokinu þóknaðist að feykja næsta manni á vettvang. Fékkst þarna fyrirtaksæfing í félagabjörgun í allsæmilegum sjó, hvítskorinni báru og undiröldu í þokkabót. Sæfarendurnir brösuðu síðan í land, déskoti kátir bara, og hittu félaga sína við Geldinganesið. Þar var kröpp vindalda sem fyrr og ekki var við annað komandi en æfa svolitla veltu, til að ljúka þessum frábæra rokróðri á viðeigandi máta.

Þessir réru:
Gísli H.
Hörður
Páll R.
Þórólfur
Örlygur

<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/03/25 22:27
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2007 17:43 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Róður 17 mars
Páskaeyja já einmitt. Ég ætla til eyja um Páskana og kynna sportið þar. Svona er þetta að breiðast út um heiminn. Annars hvernig var ofkælingarfyrirlesturinn. Ég komst því miður ekki þar sem ég var á sjó aldrei Þessu vant.
kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2007 11:41 #7 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Róður 17 mars
Sælir félagar, hér hefði það frekar verið sólbruni að angra mann við róður en hríðin, hef reyndar ekki haft tækifæri enn til að smella mér á kayak, hafði hugsað mér að gera það á Páskaeyju, en þar þekktu þeir ekki svoleiðis farkost.

Kveðja frá \&quot;Down Under\&quot;<br><br>Post edited by: steini, at: 2007/03/20 06:42

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2007 21:35 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Róður 17 mars
Mannskapurinn kom í land rétt áður en djöfulli nastí hríð skall á. (Þessi jólasnjókoma í kaffistoppinu var sárasaklaus í samanburðinum)
Ég hugsa til þess með nettum óhug ef hríðin hefði skollið á í miðjum heimróðri og fólk skyndilega misst kontakt. Þetta var éljamyrkur af þeirri sortinni að maður hefði verið kominn með aðra hönd á blys. Bara sú tilhugsun að einn einasti ræðari hefði dottið úr sjón- og kallfæri er vægast sagt óþægileg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2007 01:16 #9 by maggi
Róður 17 mars was created by maggi
Fínn róður í dag allar tegundir af sjólagi og fjölbreitt veður , 17 mans réru og allir komu heilir til baka nema Halli , hann átti enhvað vantalað við arkitektaskerið og reyndi að stinga það á hol.
myndir frá deginum eru á.
community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum