Næturróð Akurey

05 apr 2007 02:23 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Næturróð Akurey
Þar koma nokkrar myndir frá Engey, sem Andri tók. Rifjast nokkuð upp minningar hjá desember-hópnum?;)
orzacola.blog.is/album/Kayakferdir/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2007 16:07 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Næturróð Akurey
That er greinilega allt 'i gangi hja ykkur heima
eg er i USA ad reyna ad finna kayakbudir , ekkert nema vatnabatar til fyrir hormona rassa .
en eg er ekki haettur ad leita hlit ad finna enhvad fyrir rest.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2007 02:59 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Næturróð Akurey
Góð ábending. Líklega hefur það ekkert upp á sig að vera breiða meira úr sér á þessum stöðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2007 01:46 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Næturróð Akurey
Gaman að lesa um þetta ævintýri ykkar.
En svona til að taka upp hanskann fyrir lundann á þessu vori, þá er þau hjúin farin að horfa til lands með ástarlífið brennandi í æðum. Akurey og Lundey eru okkar lundabyggðakjarnar hér á höfuðborgarsvæðinu frá því í apríl og frammí ágúst... bara að við kayakfólkið vitum af þessum sumardvalargestum og förum með gát.:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2007 23:30 #5 by Orsi
Næturróð Akurey was created by Orsi
Við Andri skelltum okkur í urrandi góðan næturróður í gær og tjölduðum í Engey. Fórum fyrst út í Akurey en þar var undiraldan orðin grunsamlega brothætt og kom æðandi í bakið á okkur hmm. Allt í einu vorum við komnir í sörf án þess að það væri nú ætlunin. Þetta varð hálfgert varnarsörf og við bökkuðum út við fyrsta tækifæri. Vorum nokkuð fegnir að komast í ró í Engey. En gott ævintýri þarna við Akurey. Það þarf að skella sér með tjald í hana bráðum.

Post edited by<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/04/04 11:57
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum