Veðurstofa Íslands... nýr vefur

02 jún 2007 13:37 #1 by Sævar H.
Ég held að að þessi nýji vefur Veðurstofunnar slá öllu við sem ég hef séð í möguleikum á að gera sér grein fyrir veðrinu á tilteknum svæðum á tilteknum tímum.
Allar sjálfvirku veðurstöðvarnar eru með miklu meiri upplýsingum en áður hefur sést... Vind,úrkomu og hitaspár eru alveg frábærar til skoðunar og íhugunar fram í tímann... sem sagt alveg helv. gott.
Vegna flóðatafla , þær hafa aldrei verið á hendi Veðurstofunnar. 'eg bendi fólki hér á alveg frábæra flóðatöflu:
easytide.ukho.gov.uk/EasyTide/EasyTide/ShowPredic
tion.aspx?PortID=0819&PredictionLength=7

Varðandi sjávarhita : Á höfuðborgarsvæðinu er einn aðili sem mælir sjávarhita , sjálfvirkt. Það er Hafró. Sá mælir er í Reykjarvíkurhöfn og mælir því aðeins hitastigið sem þar er. Á þeirri mælingu og raunhitastigi sjávar t.d. inni á sundum getur oft munað - 4-5 °C Þetta þarf fólk að hafa í huga.

Þetta er svona spjall um batnandi aðgengi að aðgerðaáætlun náttúruaflanna á veðursviði.:P
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/06/02 09:38
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2007 02:53 #2 by Vidarb
Sumt er betra.
Ég er þó afar ósáttur við að sjálfvirku veðurstöðvarnar eru farnar amk. í þeirri mynd sem þær voru. Það var það eina sem ég notaði orðið á vedur.is eftir að betravedur kom.
Það vantar líka sjávarhitamælingar sem eru eingöngu á hafro.is og sjávarföll sem voru í nokkrum af sjálfvirku stöðvunum.
Ég er búinn að senda ábendingu til veðurstofunnar en hef ekki fengið svar.
:huh:

Viðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2007 02:00 #3 by jsa
Þetta er sannarlega miklubetra en gamli vefurinn þeirra, en ég kýs enn \&quot;betravedur.is\&quot;, það er bara betra :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2007 01:39 #4 by Sævar H.
Hafi kayakfólkið ekki þegar tekið eftir þeirri byltingu sem orðin er á vef Veðurstofunnar, þá er hér með því komið á framfæri að það er heldur betur kominn fram á sjónarsviðið viðamikið verkfæri fyrir okkur sæfarendur og straumvatnsfólkið... endilega kíkja á vefinn \&quot;veður.is\&quot; og spá í möguleikana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum