Freya Hofmeister og Greg Stamer

20 jún 2007 12:24 #1 by Hannes
Freya og Greg komu til Siglufjarðar í gær.

Sjá freyahoffmeister.blogspot.com/


Eventually after 9 paddling days we headed into Siglufjordur at the North coast to resupply with groceries, charging batteries and typing our first update...

... we kept on paddling the next days, 70 km, 60 km, 65 km, two 40 and 30 km halfdays, ending up in the first soak in an Icelandic hot pool. Another 70 km, 65 km, and we are here now...


And yes, we saw some nice shoreline with 1000000000000 of birds and impressive huge cliffs already, paddled into stunning caves and through beautiful arches. Lots of pics to share later!!!


Myndin frá Siglufirði er fengin frá www.sksiglo.is ...sorry, ég kem ekki myndini af þeim inn á þennan kork.<br><br>Post edited by: Hannes, at: 2007/06/20 08:46
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2007 01:58 #2 by Steini Ckayak
Eru við vitann á skagatá.
Krossuðu beint yfir frá trékyllisvíkinni<br><br>Post edited by: Steini Ckayak, at: 2007/06/17 21:58

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2007 15:09 #3 by Steini Ckayak
Þau voru komin í nágrenni við Bolungarvík í Gærkvöldi.
Ætli þau verði ekki einhversstaðar á hornströndunum í kvöld.

kv. Steini
steini@seakayakiceland.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 19:05 #4 by Orsi
Þau hafa rúllað þetta á undraverðum hraða á þunglestuðum bátunum. Nestistaskan hennar Freyu var níðþung ein og sér. Þeim var einskis vant og ýmislegt sérhæft dót kom upp úr töskunum. Greg dró m.a. upp sög og spurði hvort hann ætti að taka hana með til að saga niður rekaviðardrumba á Hornströndum. Brennikubba eins og Reynir T. myndi kalla þá. Eins vildi hann vita hvort hann ætti að taka með legghlífar gegn sandstormi.

Ef hann nær ekki að brytja niður brennikubba vegna skorts á söginni góðu - og sömuleiðis ef skinnið af fótunum á honum tætist af í illyrmislegum sandstormi - þá er það mér að kenna. Ég sagði honum nefnilega að skilja þetta eftir. Þetta er allt í geymslu í bílskúrnum hjá Gumma B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 16:34 #5 by Steini Ckayak
Já þetta er ótrúlegt afrek hjá þeim.
190km á 48 tímum er ekki slæmt.
og lögðu af stað aftur sl. nótt

Þeim er sko ekki fisjað saman þessum tveimur.

væri ekki ólíklegt að ferðin fyrir norðan hitti á þau.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 15:42 #6 by palli
Mynd 4 af 4

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 15:42 #7 by palli
Mynd 3 af 4

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 15:41 #8 by palli
Mynd 2 af 4

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 15:40 #9 by palli
Nokkrar myndir af Freyu og Greg í Keflavík og Garðinum koma hér á eftir, sýnist ég bara geta sent eina mynd í einu á korkinum þannig að þetta verða 4 póstar. Þessar myndir eru frá Örsa og Gumma Breiðdal sem tóku á mótið þeim eins og segir fyrr í þessum þræði...

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 15:37 #10 by palli
Sérstaklega gaman að því að Ástþór skyldi finna þau. Honum er ekki fisjað saman frekar en þeim skötuhjúum. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstunni. Skv. bloggsíðunni hennar Freyu stoppuðu þau á Malarrifi sunnan undir Jökli og svo var 22 tíma þverun yfir á Barðaströndina. Voru á tímabili að spá í að snúa við á miðjum Breiðafirði en skelltu sér svo bara yfir til Ástþórs.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 02:54 #11 by totimatt
Ágæta kajakfólk,

mér finnst það vera að gleymast í öllu veseninu að þau Freya Hofmeister og Greg Stammer hafa líklega unnið eitt með meiri íþróttaafrekum íslandssögunnar. Og sýnt okkur hversu öflugt farartæki kajak er í höndum kunnáttufólks. Mér hefur oftlega verið hugsað til þess í dag að forfeður okkar (og formæður) voru að paufast þetta dögum og vikum saman á landi vildi það komast milli landshluta. Á sama tíma tókst nágrönnum okkar á Grænlandi að þróa þetta yfirburða farartæki. Og þau Freya og Greg sýndu okkur um helgina að það er hægt að fara á tveimur sólarhringum frá Garðskaga til Rauðasands.

Það má vera vitur eftirá og segja að tölvuskeyti séu ekki nægjanlega traust skilaboðaform. Hins vegar hárrétt hjá Þorsteini og Guðmundi að setja leit í gang þegar þeir fengu ekki skilaboðin. Leit sem fer of seint af stað er því miður oftast árangurslítil.

Í leiðinni hefur Landhelgisgæslan og björgunarsveitirnar fengið tækifæri til að sýna að þessir aðilar ráði við að skipuleggja og framkvæma stóra leit með góðum árangri.

Mörgum hefur orðið tíðrætt um kostnað við leit. Þessi umræða kemur upp í hvert skipti sem leitað er að útlendingum hér á landi. Sem er svolítið kostulegt þar sem við höfum í hálfa öld treyst útlendri þyrlusveit til að sækja íslendinga í neyð vítt og breytt um landið vegna þess að við skattgreiðendur tímdum ekki að halda slíkum viðbúnaði úti upp á eigin kostnað, nema í einhverri mýflugumynd.

Kajakkveðjur, Þórólfur Matthíasson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 00:29 #12 by Þorsteinn
Góðar fréttir fyrir aðdáendur Ástþórs. Myndin verður tekin upp aftur vegna fjölda áskorana frá og með næsta föstudegi í Háskólabíói.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 21:39 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Annar sprettur Ástþórs
Það var semsagt hann Ástþór á Melanesi sem tók til sinna ráða og batt enda á þessa dauðands óvissu. Fann fólkið og gerði það sem ærlegt fólk kallar almenna skynsemi; hringdi. Nokkuð sem parið hefði mátt gera sólarhring fyrr.
Og hver var niðurstaðan? 1. Andvaraleysi parsins olli tímabundnum pirringi í samfélaginu. 2. Eftir þetta vita örugglega fleiri en áður um mikilvægi þess að láta vita af sér. 3. En enginn dó og Ástþór er auðvitað langflottastur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 18:58 #14 by Reynir Tómas
Það er feiknagott að fólkið er fundið. Það er hins vegar með þessa ferðamenn eins og aðra sem týnast hér á sjó eða landi í viðlíka ferðum, erlenda sem innlenda, að sumri sem vetri: mönnum ber skylda til að hafa öryggisatriðin í lagi, tilkynna sig, koma að landi og láta vita af sér og sjá til að hægt sé að ná í sig. Leit sem þessi kostar mikið fé og erfiði. Svo er annað sem skiptir líka máli fyrir okkur hér: Svona ævintýramennska varpar skugga á okkur ræðara á Íslandi, eins og ég verð klárlega var við á vinnustað í dag. Hér er komið, rokið af stað í einum grænum yfir opið úthaf án þess að fylgja íslenskum öryggisreglum. Ekki þarf mikla breytingu á veðri og aðeins lítið óhapp til að illa fari við 64 gráður norður. Það er sama hversu vant fólk telur sig vera: allir geta lent í erfiðleikum og slysi.
Við höfum líka skyldur gagnvart ferðalöngum sem koma hingað, þ.e. þau okkar sem fólkið er í samband við, - að sjá til þess að fólk fái leiðbeiningar og fari eftir þeim.
Það hlýtur að vera skylda þeirra sjálfra, ferðalanganna, að sýna nú fyrirhyggju og hafa allt í lagi á áframhaldandi leið þeirra umhverfis landið, hvar og hvenær sem er, en ekki síst við suðurströndina.<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/06/12 20:53

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2007 17:23 #15 by Sævar H.
Bara smá komment :

Mér finnst alveg tært að tengiliður (ir) brást hárétt við og kom upplýsingum til réttra aðila...þetta er mikilvægt að hafa í huga.

Viðbrögð okkar lög og björgunaraðila eru okkur til mikils sóma og sýnir hversu öflugu liði við eigum orðið á að skipa. Við getum verið stolt af þeim

Hverjum gat dottið í hug að ræðararnir færu 200 km á tveimur dögum og voru því langt utan eðlilegs leitarsvæðis.

Allt fór vel að lokum .

Björgunarmaðurinn sem fann ræðarana er lamaður fyrir neðan mitti og Þórsteinn okkar Jónsson,ræðari er einmitt að sýna heimildamynd um lífið og tilveruna hjá honum eftir það slys ,sem olli lömuninni<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/06/11 15:15

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum