Dagskrá

Kayakklúbburinn stendur fyrir reglulegum kayakæfingum og ferðum.   Allir atburðir á vegum klúbbsins eru auglýstir í dagskrá.

Kayakkúbburinn fer reglulega í ferðir bæði á sumrin og á veturna.  Þessar ferðir eru auglýstar í dagskrá klúbbsins og eru opin öllum félögum (og velunnurum) klúbbsins.
Áður en farið er í ferð er gott fyrir byrjendur að hafa samband við tengilið ferðarinnar og athuga hvort feriðn henti þeim.  Kayakklúbburinn á einhvern búnað og nokkra báta til útláns í klúbbferðum.  Það er sjálfsagt að fá þennan búnað lánaðan, en fólk þarf að hugsa vel um dótið og skila því aftur.
Þeir sem taka þátt í dagskrá klúbbsins gera það á eigin ábyrgð.  En yfirleitt er hægt að treysta á ferðafélaga til að hjálpa til ef einhver lendir í vanda.

Keppt er um Íslandsmeistaratitla á sjókayak og á straumkayak, í kvenna- og karlaflokki. Bestur árangur á þremur kayakmótum gildir til lokastigagjafar um Íslandsmeistaratitla.
Keppt er í karla- og kvennaflokki.

Klúbburinn stendur fyrir félagsróðurm einu sinni í viku allt ári og sundlaugaræfingu yfir vetrar tíman.

Klúbburinn stendur ekki fyrir neinum skipulögðum námskeiðum. Hinsvegar hafa sjálfstætt starfandi aðilar verið með námskeið og eru þau ótengd klúbbnum.