×

Viðvörun

JFolder: :files: Path is not a folder. Path: [ROOT]/images/Galleries/2008-11-Nepal
×

Fyrirvari

There was a problem rendering your image gallery. Please make sure that the folder you are using in the Simple Image Gallery plugin tags exists and contains valid image files. The plugin could not locate the folder:

Image

Ferðin í á sem heitir Thule Berhi og er i Vestur Nepal.
Reynir Óli fór ásamt einum Breta sem heitir Greg og er hér ferðasaga hanns.

Við höfum í langan tíma talað um að fara í þessa á, upphaflega ætluðu KFC meðlimir að fara ásamt frökkum sem strákarnir réru með þegar þeir komu 2004. Þá var frekar mikið vesen að komast þangað, Maóistar réðu yfir svæðinu, og þurfti að leigja flugvél og taka allan mat og útilegu búnað helst með sér þar sem þetta hérað er mjög fátækt og engir vegir liggja þangað upp eftir. Núna er þetta aðeins búið að breytast, Maóistarnir eru farnir og meðfram ánni eru komin svokölluð tehús þar sem hægt er að fá gistingu og Dal bhat(hrísgrjón og linsubaunir). Einnig er byrjað að fljúga þangað upp eftir reglulega þannig að ekki þarf að leigja flugvél lengur til að skutla sér, þetta er því orðið aðeins minna vesen.

Við Elli vorum búnir að vera að spá í að fara, síðan kynntumst við einum Breta i Karnali ferðinni sem við fórum í og hafði hann einnig verið að spá í þessari á. Ákváðum við að smella okkur; þrír á kayak og Lonni ætlaði að labba meðfram ánni og taka myndir, en meðfram ánni liggur göngustigur sem fólkið notar til að koma með vistir og annað slíkt.

Nú þurftum við að bóka flug, en það getur verið vesen þar sem aldrei er að vita hvort og hvenær verður flogið. Greg komst í kynni við Þjóðverja sem byr í Katmandu og hjálpar kayakfólki við að skipuleggja leiðangra. Honum tókst það sem engum öðrum virtist takast, að bóka fyrir okkur flug, hótel nálægt flugvellinum þar sem aðstoðarmaðurinn hans myndi taka a móti okkur og hjálpa okkur með bátana og dótið í flugvélina og annan sem myndi taka a móti okkur i Jupeli þar sem vélin lendir, hann myndi aðstoða okkur þar við að skipuleggja ferðina, ráða portera til að bera bátana niður að ánni og segja okkur hvar við getum fengið gistingu. Þýska skipulagið getur ekki brugðist.

Tökum við nú rútu til Nepalganj þar sem við hittum Greg sem fór á undan okkur. Þegar við komum þangað segir Greg okkur að búið væri að aflísa fluginu vegna þess að flugvélin var biluð og ekki var vitað hvenær næsta flug yrði, reyndar átti þetta að vera fyrsta flugið þangað upp eftir i mánuð sökum þess að ein flugvél hafði hrapað hjá flugfélaginu mánuði fyrr.

Djöfull þetta var glatað eftir 16 tíma rútuferð að fá þessar fréttir, ekki mikið hægt að gera í Nepalganj sem er einn mest óspennandi staður i Nepal. Við ákveðum þá bara að fara aftur til baka og gleyma þessu. Rétt áður en við forum hringir Andy (þjóðverjinn) og segir að einhver sé búinn að leigja þyrlu til að fljúga hrísgrjónum og öðrum vistum til Dunai og við getum fengið far fyrir 250 dollara á mann!, við hefðum 30 min til að ákveða okkur. Elli og Nonni voru ekki tilbunir til að borga svona mikið en Greg vildi fara og ég var ekki alveg tilbúinn að gefa þetta upp á bátinn. Að lokum ákváðum við að skella okkur, hringdum í Andy, mínútu siðar var aðstoðarmaðurinn hans mættur til að sækja okkur og fara með okkur til Sukret þar sem þyrlan færi morguninn eftir.

Við komum á flugvöllinn þaðan sem þyrlan átti að fara snemma um morguninn, reiddum fram seðlana og byrjuðum að bíða. Meðan við biðum hittum við fleiri kayakgaura einhverja fræga laxa sem voru að taka þyrlu daginn eftir í Humla Karnarli sem er önnur stór á.Þyrlan flaug með okkur til Dunai á klukkutíma, stór cargo þyrla stoppfull af hrísgrjónum og 4 öðrum nepölum. Hún lenti við hliðina á anni, þar var fullt af fólki að bíða eftir henni, þar á meðal gaurinn sem Andy þekkir sem hafði labbað í 3 tíma úr þorpinu sínu til að taka á móti okkur. Um leið og við stigum út sagði hann að við þyrftum að drifa okkur í gallann og byrja strax að róa sökum þess að eftir okkur biðu lögreglumenn sem myndu krefjast leyfis fyrir að koma þangað, sem er ansi dýrt, hann myndi síðan hitta okkur nokkrum km neðar. Við vorum komnir í ánna 10 mínútum eftir að við lentum og lagðir af stað.

Fyrsti dagurinn var bara róið mest a flötu vatni 17 km leið til Tribrikot sem er litið þorp i 2100 m hæð. Þarna er lítill gróður, vatnið ískalt og góður mótvindur til að byrja með. Einhverja hluta vegna hafði Greg ekki tekið þennan kulda með í reikninginn og samanstóð kajakdótið hans meðal annars af stuttbuxum og stuttermatopp. Þegar við komum upp úr var honum orðið helviti kalt, ekki gengi fyrir hann að róa svona létt klæddur alla leiðina niður. Kvöldið for því í að reyna búa til ermar og svo heppilega vildi til að hægt var að kaupa flíspeysu af fólkinu sem við gistum hjá sem hann notaði síðan sem buxur. Flotpokarnir voru svo rifnir úr bátnum hans, klippt gat á sitthvorum endanum og þeir notaðir sem ermar með hjálp sjúkrateips sem við vorum með okkur.

Næsta dag vöknuðum við snemma og settum út í ánna í miðjum bænum, allir bæjarbúar voru mættir til að fylgjast með okkur fara niður fyrstu flúð dagsins. Ekki vildi svo betur til en að ég þurfti að fara ofani fyrstu holuna í fyrstu flúðinni og pikk festa, eina leiðin var að fara úr bátnum og synda. Þetta var ekki besta byrjunin á deginum, á sundinu tapaði ég skónum sem ég var í og því orðinn skólaus í þokka bót, algert klúður. Næsta flúð var aðeins neðar og fyrsta flúð í svokölluðu Gullna gljúfri sem er ca 15 km langt gljúfur sem verður gulbrúnt þegar sólin skín í það. Þetta var erfiðasti kaflinn á ánni sem við myndum sigla. Ok, fyrsta flúðin gekk ekki heldur svo vel fyrir mig, löng og frekar erfið. I miðri flúðinni er ég á undan og fara niður smá stall ekkert stórmál en þegar ég kem niður rekst framendinn á bátnum í grjót sem er undir vatni sem ég sá ekki og báturinn pikkfestist og vatn byrjar að fossast yfir mig, aejajae!!. Sem betur fer var þetta alveg við bakkann, Greg var á eftir mér og komst strax í land. Ég bíð því eftir honum meðan hann kemur sér fyrir með línu sem hann réttir mér, ég festi línuna við vestið mitt fer úr bátnum og næ að standa upp á grjótinu sem báturinn er fastur á og klifra í land. Báturinn var enn fastur á sinum stað og við tók hálftíma löng björgunar aðgerð, sem hafðist að lokum með smá heppni. Alveg skelfileg byrjun, þessar tvær flúðir höfðu tekið okkur 1 og hálfan tíma og áin rétt að byrja. Greg var í tímaþröng, hann átti flug pantað frá Katmandu heim til sín 6 dögum síðar og þurftum við því að reyna halda tímaáætlunum og var hún tæp fyrir. Skólaus og með brotið sjálftraust bar ég batinn minn niður að enda flúðarinnar. Ekki þýddi að gefast upp þó möguleiki væri að labba göngustiginn til baka. Við lögðum því aftur á stað, Greg á undan að þessu sinni, tókum því frekar rólega til að byrja með. Dagsverkið var að komast allavega í bæ (3 hús) sem heitir Palang og er 12 km fyrir neðan Tibrikot. Þetta var fyrsta byggðin sem við gætum fengið gistingu. Á þessum kafla var af nógu að taka, umhverfið ansi stórfenglegt, í kring blöstu við okkur snæviþaktir tindar og áin “tyrkis” blá. Róðurinn gekk vel eftir hrakfarirnar, eða allt fram að rökkri og við ekki ennþá komnir til Palang. Klukkutíma fyrir rökkur, forum við í land og ákveðum að rölta síðasta spölinn til Palang. Skólaus komst ég ekki mjög hratt  á grjót stignum því fór Greg á undan, eftir klukkutíma labb og alveg að koma myrkur birtist Greg með flunku nýja Goldstar skó númer 7 og tilkynnti mér að Palang væri handan við hornið.Loksins komnir til Palang, blautir og kaldir. Allt dótið mitt í þurrpokanum var rennandi blautt og hafði ég því engin föt til skiptanna, svefnpokann minn skildi ég eftir á árbakkanum því hann var orðinn rennandi blautur og of þungur til að róa með og hvort eð er myndi hann ekki þorna næstu daga. Sem betur fer átti fólkið teppi til að lána okkur, sem er alls ekki sjálfsagt, og svaf ég því hálf nakinn undir ullarteppinu.

Næstu dagar gengur mun betur, þó þeir væru langir og erfiðir. Við löbbuðum fram hjá nokkrum stöðum en rerum margar frábærar flúðir. Næstu tvær nætur gistum við hjá fjölskyldum sem voru svo vinsamlegar að gefa okkur að borða og lána okkur gólf til að sofa á. Ansi magnað þar sem við eyddum kvöldinu inni í eldhúsi þar sem eldstæðið var og skiptumst á fingramali við fólkið á bænum meðan húsmóðirin eldaði fyrir okkur Dalh bat. Inn í húsi og fyrir utan söfnuðust bæjarbúar saman til skoða þessa skrítnu kayakagaura með fullt af kayakdóti með sér.Fyrsta kvöldið var í Aulgurta, stæðstu byggðinni sem við höfðum komið fram hjá síðan i Dunai.Þar höfðum við búist við því að hægt væri að fá bjór og annan lúxus varning, en þar sem við tökum óvart upp úr vitlausu megin árinnar, gönguslóðinn var á hinum bakkanum, var það alls ekki tilfellið. Ekkert tehús að finna bara fullt af litlum bæjum þar sem fólk vann við land búnað. Eftir að hafa labbað dágóðan spöl með bátana að leita að gistingu tók loks ein fjölskylda vel a móti okkur. Þar sváfum við klesstir upp við hvorn annan á gólfinu við hliðina á eldhúsinu. Um nóttina dreymdi mig furðulegustu drauma sem ég hugsa að hafa stafað af öllum reyknum sem fyllti herbergið.Daginn eftir þegar við vorum að borða morgun mat á eldhúsgólfinu var lítil stelpa á bænum að bera vatnsblandaðri kúamykju á það, svona til og rykbinda golfið.

4 daginn þurftum við að bera fram hjá 3 km löngum kafla sem var of hættulegur fyrir okkur tvo að róa einum og tæki of langan tíma. Hópur breskra kayakræðara höfðu þó róið þennan kafla viku á undan okkur og tók það þá heilan dag. Við settum út í fyrir neðan og tókst okkur að róa 30 km af góðum class 4 og 4+ flúðum alla leið til Trimni. Þar eyddum við síðustu nóttinni við eldstæðið á litlum bæ og fengum smá Roksi ( lokal brugg) með heimilisfólkinu. Daginn eftir þurftum við að róa 70 km leið til að Greg myndi ná fluginu. Við vöknuðum því snemma og lögðum af stað, þetta var auðveldasti dagurinn byrjaði á class 3 og 4 flúðum í 10 km og svo sameinast áin annarri á sem heitir Sani Bheri og verður fljót með ágætum straumiþunga. Þetta tók okkur 7 tíma samfeldan róður, þegar við komum upp úr þurftum við að hlaupa síðasta spölinn þar sem við rétt náðum rútunni til Katmandu.

Þetta hafðist að lokum, eftir ánna tók við 18 tíma akstur i local rútu, ég stökk út á leiðinni til að ná rútu til Pokhara og kvaddi þar Greg ferðafélaga minn eftir helviti góða ferð niður Thuli Berhi.

Aðrar ár sem félagarnir Reynir, Elli og Lonní réru í þessari ferð þeirra til Nepalhaustið 2008;

Upphitunar ferð í Upper Seti.

2 daga ferð í Kaligandiki.

Karnali, 7 daga að sigla niður ca. 180 km, gist á sand ströndum.

Modi Khola

Myndir úr ferð félaganna, en myndavél var ekki með í  Thule Berhi

{gallery}2008-11-Nepal{/gallery}