Veðurspá gærdagsins lofaði góðu fyrir okkur sem mættum að heiðra vetrarsólstöður sem eru síðar í dag skv. Wikipedia, kl 17:22.

Raunin var önnur eins og oft er á vetrum, en kl 10:00 var vindur NNA 11 m/s og hviður 16 m/s, en hiti öllu meiri en var spáð eða 3 gráður.

Settum út austan megin Geldinganes, rérum langleiðina að Gunnunesi.  Síðan tók við lens vestur fyrir Geldinganes í 11 m/s og smá puð þegar stefnan var sett á  höfuðstöðvarnar, þar sem við lentum um hádegi.    Þeir sem réru auk undirritaðs voru Þóra, Klara, Perla, Siggi, Palli R og Örlygur.

Myndirnar sem ég tók voru flestar ónýtar, en 4 þeirra má sjá á slóðinni

https://picasaweb.google.com/sjokayak/20131221FelagsroUr

 

Gleðileg jól og takk fyrir frábæra stundir á sjó sem og landi

Sveinn Axel