Article Index

Föstudagur Ytra Fell

Föstudagur rann upp og við Guðni tökum daginn snemma og fórum i bíltúr út á Skarðströnd og munduðum kíki og vindmæli og útlitið var ekki gott hvítt i báru  og mælirinn sló í 13 m.sek. i landi við Foss þar sem þó virtist vera mun lygnara en úti á firðinum.

Við héldum til baka þar sem von var á ræðurum sem við ætluðum að hitta um hádegi. Í ljósi aðstæðna  kvöldið áður tókum við fram B-planið, hringdum nokkur símtöl og málið virtist vera leyst, við stefndum á Purkey.

Við Kvennhólsvog var ekki lognið sem við höfðum vonast til að finna þar heldur hávaða rok þar sem vindmælir Guðna sló i 23 m.sek a augabragði.

Þar fór það plan fyrir lítið og nú voru góð ráð dýr og ýmsum möguleikum velt upp, i samtölum mínum við Svein á Hnúki hafði hann nefnt að ágætis  aðstaða til sjóferða og tjald dvalar  væri á Ytra Felli sem er nokkrum kílómetrum austar á Fellsströnd, Gunnar Ingi átti heimboð á Harrastöðum sem eru i næsta nágrenni Ytra Fells  þannig að við áttum uppi i erminni plan C og D, símanúmer Björgvins á

Ytra Felli var grafið upp og hringt, þar gátum við fengið að sjósetja og tjalda ef okkur hugnaðist það.

Þar var veður allt annað hægur vindur og útlitið allt annað en vestan við eyjaklasann, þar sem við vorum alls óundirbúnir fyrir þennan dvalarstað var ákveðið að tjalda og róa dagróðra enda aðstaða þarna góð og salernisaðstaða og vatn  i boði gegn vægu gjaldi.

Föstudags seinnipart var róinn stuttur róður inn að Harrastöðum svona til að skoða aðstæður þar, þegar í náttstað var komið var safnast  saman i klúbbtjaldinu og spjallað .