Ferðin á Arnarstapa 15. til 17.júlí gekk vel, yndislegt veður og fallegt umhverfi.

Dagur 1


Lagt var á stað samkvæmt áætlun frá höfninni á Arnarstapa klukkan tíu á laugardagsmorgun. Vantaði þó tvo ferðafélaga sem ætluðu að sameinast hópnum í hádegishléi á Hellnum, því reiknað var með að það tæki hópinn langan tíma að fara fyrir björgin á Arnarstapa, þar sem margt er að skoða, eins og alkunna er. En hópurinn fór þetta greitt þar sem það var tveggja metra alda og því margir ekki tilbúnir í einhverja leikfimi við klettavegg í slíkri öldu. Tekið var langt kaffistopp á Hellnum, þar sem Helga sameinaðist hópnum. Flestir héldu áfram í átt að Dagverðará. Fljótlega var ljóst að ekki var landtaka möguleg þar sem frekar bætti í sjólagið og brimið barði ströndina. Því var tekið á það ráð að snúa við og stefnt aftur inn í Hellna höfnina, þar sem Klara bættist í hópinn. Eitthvað var nú sjólag orðið betra og það voru kátir ræðarar sem enduðu í höfninni á Arnarstapa eftir að getað stundað rock-hopping og hellaskoðun, hver eftir sínum smekk og getu.

Dagur 2

Byrjuðum daginn á því að flytja báta og ræðara að Búðum, því ákveðið var að byrja róðurinn á þeim enda. Sjólag var alveg ágætt þegar farið var á stað klukkan ellefu, en aldan þó þyngdist þegar á leið róðurinn, þó ekki væru hún eins mikil á deginum áður. Eins og getið var í lýsingu ferðarinnar var ljóst að leggirnir gætu orðið langir og landtaka oft erfið, en eftir 15 km. róður var auðveld landtaka ekki enn í sjónmáli. Ákveðið var að surfa inn á Hraunlandarif með öldunni og það var nú ágætisreið. Flestir, nema þeir allra vönustu fóru þetta kútveltandi með sterki öldunni upp í fjöruna. Allir heilir og glaðir eftir þessa reynslu. Fengum okkur nesti krydduðu með sandi og síðan hófst aðgerð þar sem freistað var að reyna láta liðið róa í gegnum brimskaflana, sem virtust bara verða stærri og stærri í aðfallinu. Hér getur nú hver sagt sína sögu. Fyrst fóru tveir reyndir út til að taka á móti fólkinu og tveir stóðu upp í mitti í briminu við að reyna að hjálpa ræðurum að fara á réttum tíma á stað. Það virtist nú bölvanlega erfitt, ekki nein regla á þessum blessuðu brimsköflum. Margir fóru þetta nú samt ansi fagmannlega í fyrstu atrennu, aðrir þurftu tvær, en líklegast á undirrituð metið, fór í fjórðu tilraun. Hópurinn virtist nú bara ánægður með þessa reynslu. Sveini Axeli tókst að brjóta bátinn sinn, þar sem hann stóð tvisvar lóðréttur beint upp í loftið, nefið á bátnum líklegast stungist í botninn og síðan reið aldan á hann fyrir ofan mannopið og braut þannig bátinn.

Þessi ferð lifir líklegast lengi í minningu þeirra sem tóku þátt, bauð upp á öldur, rock-hopping og surf, er nokkuð hægt að biðja um það betra?
Í ferðinni voru: Hildur, Sveinn Axel, Eymundur, Erna, Egill, Marta, Lárus, Kolbrún, Helga, Martina, Páll, Guðni Páll, Jónas, Klara, Þóra(sem var bílstjóri þessa helgi, takk fyrir það) og Eyjó (Eyjólfur) frá Stykkishólmi. Einnig nutum við samvista við félaga Örlyg, sem var staddur á Arnarstapa í öðrum erindagjörðum en að róa.

Þakka ég öllum þátttakendum samfylgdina í þessari eftirminnilegu ferð.

Takk fyrir mig og bestu kveðjur
Hildur

Myndir frá