Þá er enn ein næturróðrarserían að hefjast. Þetta er áttunda næturróðrarsería klúbbsins en þetta hefur verið fastur liður frá árinu 2014. 

Þessi sería samanstendur af þremur róðrum sem hér segir:

Næturróður I miðv 7. mars Mæting kl. 21 og teknir 12 km á sundunum.
Næturróður II mið 14. mars Sama.
Næturróður III fös 30. mars. Tjaldgisting í eyju á sundunum og sameinast félagsróðri að morgni.

Næturróðrar eru matarmikil innlögn í reynslubankann. Það þarf að mæta með orkukubb í vestivsa og róðrarflösku í alla róðrana. Það er bara skylda.

Róðrarljós þurfa vera á hverjum ræðara. GG á að eiga ljós og klúbbfélagar eru með afslátt þar.

Er þetta ekki bara toppmál?
Sjáumst, nefndin.